Kastljós

Alþjóðlegur dagur barna, ungur vélstjóranemi og sjónvarpsþáttaröðin Elma

Í dag er alþjóðadagur barna og þátturinn tekur mið af því. Tveir ungir fulltrúar úr ráðgjafahópi Umboðsmanns barna tylltu sér hér í myndverinu á dögunum og kröfðu forsætisráðherra og forseta Íslands svara við spurningum sem brenna á ungu fólki í dag.

Í þættinum hittum við líka öfluga átján ára stelpu sem vinnur á stórvirkum vinnuvélum samhliða vélstjórnarnámi í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hún segist meðvituð um hún storki kannski staðalímyndum en hana hafi bara alltaf langað gera einmitt þetta.

Einnig farið á tökustað sjónvarpsþáttaraðarinnar Elmu en hún fjallar um harðsnúna rannsóknarlögreglukonu á Akranesi.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

20. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,