17:33
Heimsmarkmið
Markmið 2 - Ekkert hungur
Heimsmarkmið

Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.

Það kannast allir við það að verða stundum svangir . Það er alveg ferlegt. Í þættinum í dag kynnumst við orðinu fæðuóöryggi sem er notað þegar einhver veit ekki hvort eða hvenær hann fær næstu máltíð . Við fræðumst um Dr. Norman E. Borlaug sem bjargaði milljónum frá hungursneyð með því að finna upp nýja korntegund. Við getum nefnilega öll lagt okkar af mörkum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 7 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,