15:00
Ísland: bíóland
Íslenska kvikmyndasumarið
Ísland: bíóland

Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.

Verk íslenskra leikstjóra vekja nú meiri athygli á alþjóðlegum vettvangi en nokkru sinni fyrr. Hópur erlendra kvikmyndasérfræðinga ræðir um árangur íslenskra kvikmynda á alþjóðlegum vettvangi. Einnig er fjallað um feril Sigurjóns Sighvatssonar framleiðanda í Bandaríkjunum og Baltasar Kormákur ræðir um Hollywood-myndir sínar og myndirnar sem hann gerði á Íslandi . Að lokum er farið yfir stöðuna nú og horfurnar framundan. Myndirnar sem er um eru Hross í oss, Djúpið, Kona fer í stríð, Hrútar, Hjartasteinn, Þrestir og Hvítur, hvítur dagur.

Er aðgengilegt til 16. apríl 2025.
Lengd: 59 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,