Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Í þessum þætti töfra þau Ylfa og Máni fram gómsæta kanilfléttu sem er mjög einfalt að baka og alveg tilvalið að bjóða upp á í kaffitímanum. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon
Kanilflétta
1-2 msk sykur
1-2 msk púðursykur
1 msk kanill
4 msk (60gr) smjör við stofuhita
Deig:
tilbúið pizza deig úr matvörubúðinni.
Glassúr:
60 gr rjómaostur
4 msk brætt smjör
1/2 tsk vanilludropar
90 gr flórsykur
Aðferð:
Hitaðu ofnin 180 gráður
Blandaðu sykri, púðursykri, kanil og smjöri saman þangað til það er orðið að kanil-sykur-smöri sem hægt er að smyrja á deigið.
Rúllaðu út deiginu.
Smyrðu kanil-sykur-smjörinu á deigið.
Rúllaðu deiginu upp.
Skerðu rúlluna í tvennt - eftir lengri hliðinni - en ekki alveg í gegn.
Taktu halana tvo og snúðu þeim utan um hvorn annan eins og fléttu.
Festu endana saman svo úr verði krans.
Bakaðu í um 20-30 mín - það er misjafnt eftir ofnum hversu lengi. Fylgstu með því hvenær deigið er fullbakað
Glassúr:
Blandaðu öllum hráefnunum saman í skál og hrærðu vel.
Smyrðu glassúr á nýbakaða kanilfléttuna.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 7 mín.
Dagskrárliður er textaður.