Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við lið Fjallabygðar og Árborgar. Fyrir hönd Árborgar keppa Soffía Sigurðardóttir húsfreyja, Margrét Þórðardóttir nemi í Háskóla Íslands og Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður. Fyrir hönd Fjallabyggðar keppa Inga Eiríksdóttir kennari á Ólafsfirði, Guðmundur Ólafsson leikari ættaður frá Ólafsfirði og Þórarinn Hannesson íþróttakennari á Siglufirði.
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Ný kynslóð kvikmyndaleikstjóra kveður sér hljóðs undir lok fyrsta áratugarins og í upphafi annars og margir þeirra vekja mikla athygli þegar á líður. Vaktaserían og eftirmáli hennar, kvikmyndin Bjarnfreðarson, ná geysilegum vinsældum og Friðrik Þór gerir upp ferilinn í afar persónulegri mynd, Mömmu Gógó, sem setur íslenskar kvikmyndir í sögulega vídd. Einnig er fjallað um einkenni og persónur íslenskra kvikmynda og samband íslenskra áhorfenda við þær og lykilmyndirnar eru Eldfjall, Sveitabrúðkaup, Mamma Gógó, Borgríki og Bjarnfreðarson.
Heimildarmynd frá BBC. Í kjölfar samkomutakmarkana sem Covid-19 hafði í för með sér hættu margir að fara í ræktina og ákváðu að æfa heima í staðinn - en næst sami árangur í stofunni heima og á stöðinni, og hvaða æfingar eru vænlegastar til árangurs?
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Þetta er bara dúkkusafnið hennar mömmu og ekki til að græða því,“ segir maður á Ísafirði sem hefur ásamt fjölskyldu og vinum útbúið safn fyrir hátt í tvö hundruð dúkkur látinnar móður sinnar.
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Skaparar og keppendur eru Ísabella Rós Össurardóttir og Elísabet Árnadóttirog búa þær til skjaldamerki á 10 mínútum. Hvað er skjaldamerki? Hvernig er skjaldamerki Íslands?
Birta og Jean segja frá því hvernig þú getur orðið hugmyndasmiður. Hugmyndasmiður er sá sem fær hugmynd og hefur hugrekki og kraft til að láta hana verða að veruleika. Þau spjalla við íslenska hugmyndasmiði um uppfinningarnar þeirra og ræða hvers vegna hugmyndasmiðir eru mikilvægir fyrir bæði nútíð og framtíð. Umsjón: Birta Steinunn Sunnu Ægisdóttir og Jean Daníel Seyo Sonde. Þættirnir eru framleiddir af KrakkaRÚV í samstarfi við verkefnið Hugmyndasmiðir, sem fræðir krakka um nýsköpun. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vefsíðunni hugmyndasmidir.is
Hugmyndasmiðir þurfa að hafa hugrekki til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Birta og Jean gefa góð ráð til að koma hugmynd á framfæri.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa nammikúlur - sem eru bæði góðar á bragðið og hollar!
Þessar þarf ekki að baka, bara stinga inn í ísskápinn.
Hér er uppskriftin:
Hollar nammikúlur
(sirka 20 stk):
2 dl möndlur
2 og 1/2 dl ferskar döðlur (eða 10 döðlur - mikilvægt að taka steininn úr)
1 kúfull msk möndlusmjör
1 tsk hlynsíróp eða agave sýróp
2 tsk kakó
1/5 tsk salt
Hjúpur
100g suðusúkkulaði
1/2 tsk kókosolía
Gróft salt
Aðferð:
Settu möndlurnar í matvinnsluvél.
Hakkaðu möndlurnar þar til þær eru orðnar að kurli.
Settu döðlurnar (án steina) í matvinnsluvélina og blandaðu.
Bættu kakó, salti, sýrópi og möndlusmjöri út í og maukaðu vel saman.
Búðu til litlar kúlur úr deiginu.
Settu kúlurnar á disk og geymdu í ísskáp í 30-60 mín.
Hjúpur:
Bræddu súkkulaðið og hrærðu kókosolíunni saman við í pottinum.
Veltu kúlunum upp úr súkkulaðinu og raðaðu þeim á disk.
Það er gott að setja bökunarpappír undir svo þær festist ekki við diskinn.
Stráðu grófa saltinu yfir súkkulaðið að lokum.
Geymdu kúlurnar í ísskáp í allavega 30 mínútur svo súkkulaðið nái að harðna vel.
Dídí og Aron fjalla um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í hverjum þætti er eitt markmið tekið fyrir. Við getum öll lagt okkar af mörkum svo hægt sé að ná heimsmarkmiðunum fyrir árið 2030 og í kjölfarið gera heiminn að betri stað. Umsjón: Aron Gauti Kristinsson og Steinunn Kristín Valtýsdóttir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið.
Það eru mannréttindi okkar að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu en það er alls ekki þannig að allir hafi aðgang að henni. Ímyndið ykkur bara að komast ekki til læknis þegar þarf eða upp á slysó ef þið fótbrotnið eða dettið á hausinn. Okkur á Íslandi finnst þetta sjálfsagt mál, við erum heppin, en þetta er alls ekki svona í öllum löndum. Svo er líka nauðsynlegt að hlúa að andlegu heilsunni og t.d. tala um tilfinningar okkar. Það á ekkert okkar að burðast eitt með áhyggjur heimsins .
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.
Bryndís Klara Birgisdóttir var kjörin manneskja ársins 2024 af hlustendum Rásar 2 í lok síðasta árs. Bryndís lést eftir fólskulega árás í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt í fyrra. Þar bjargaði hún lífi vinkonu sinnar þegar hún togaði árásarmanninn frá henni en hlaut í kjölfarið stungusár. Fjölskylda hennar hefur lagt mikla áherslu á að minningu hennar verði haldið á lofti og að sérstakt átak þurfi til að sporna gegn ofbeldi í samfélaginu. Í Kastljósi kvöldsins var rætt um Bryndísi, átakið sem fór í gang í kjölfar andláts hennar, og verkefnin framundan sem tengjast því, við þau Guðrúnu Ingu Sívertsen, skólastjóra Verzlunarskóla Íslands, Kristínu Sölku Auðunsdóttur æskuvinkonu Bryndísar og Guðna Má Harðarson, prest í Lindakirkju og fjölskylduvin til áratuga.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Við ræðum við tónlistarfólk sem vill alltaf meira. Rokktónlist þar sem allar nóturnar eru spilaðar, hlaðnar útsetningar, risakórar og miklar sviðsetningar. Loks flytja Bríet og Sinfóníuhljómsveit Íslands nýtt tónverk þar sem meira verður enn meira.
Íslenskir og erlendir jötnar reyndu með sér í æsispennandi keppni, þegar Aflraunamótið Víkingurinn var haldið í í sumar. Sterkustu menn kepptu þar um víkingahjálminn í þrítugasta og annað sinn. Nú var keppt á Hvalfjarðarströnd, í Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi, þar sem einnig var litast um í lífi, starfi, listum og sögu heimamanna. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. Dagskrárgerð: Óskar Þór Nikulásson.
Franskir heimildarþættir frá 2021. Fylgst er með fimm ljósmyndurum sem hafa tengst samfélögunum sem þau mynda sterkum tilfinningaböndum síðustu áratugi.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.
Vigdísi dreymir um sama frelsi og bróðir hennar hefur í Reykjavík á eftirstríðsárunum. Hún og vinkonur hennar í Menntaskólanum í Reykjavík taka til sinna ráða.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íslensk leikin þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur. Í ríkjandi karlaveldi ákveður einstæð móðir að bjóða sig fram til forseta Íslands. Leið Vigdísar að þessari ákvörðun er þroskasaga ungrar konu sem gefst aldrei upp, sama hvað á dynur.