Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Valgeir Örn Ragnarsson ræðir við Eyjólf Ármannsson nýjan samgönguráðherra. Þá koma fyrrum þingmennirnir Benedikt Jóhannesson, Sigurður Kári Kristjánsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir til að ræða það sem hæst ber í stjórnmálum.
Hljómskálinn snýr aftur, fullur langt út úr dyrum af nýjum viðtölum, nýjum andlitum og nýrri íslenskri tónlist. Sigtryggur Baldursson og Una Torfadóttir yfirheyra íslenskt tónlistarfólk og greiningardeildin kryfur bransann til mergjar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.
Sumt fólk er ekki hægt að hólfa niður og það vill ekkert síður en láta skilgreina sig. Við ræðum við þetta fólk um listina og þá sérstaklega listina að líða vel í eigin skinni. Fjölbragðasveitin ADHD tekur lagið með okkar eigin Unu Torfa.
Stuttir norskir þættir þar sem fólk ræðir alls kyns málefni yfir hádegismatnum.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Tékklands og Ítalíu í milliriðli á HM karla í handbolta.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Trump orðinn forseti 2. Þetta eru lögin í Söngvakeppninni.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Hátt í fimmtíu börn veiktust eftir að hafa borðað E. coli-mengaðan mat á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum. Líf nokkurra barna hékk á bláþræði eftir matarsýkinguna. Matráður leikskólans hafði ekki hlotið neina menntun eða fræðslu um öryggi matvæla. Orsök hópsmitsins er rakin til rangs verklags við matreiðslunar og geymsluna á matnum.
Kveikur fylgir eftir fjölskyldu stúlkunnar sem veiktist mest en foreldrarnir segjast í viðtali hafa kvatt stúlkuna á tímabili, þar sem hún var í algjörri lífshættu. Stúlkan og um tugur barna til viðbótar, þarf að vera undir eftirliti lækna ævina á enda. Þrátt fyrir árlegar heimsóknir heilbrigðiseftirlits varð það þess aldrei áskynja að verklag í eldhúsinu stofnaði lífi barna í hættu.
Önnur þáttaröð þessara dönsku gamanþátta. Lífið í sinfóníuhljómsveit hjá stórri danskri menningarstofnun er ekki alltaf dans á rósum. Hljómsveitarstjórinn Jeppe forðast ágreining eins og heitan eldinn, en það reynist oft erfitt þar sem sérvitri og ósveigjanlegi klarinettuleikarinn Bo lendir sífellt í árekstrum við stjórnendur og annað tónlistarfólk. Aðalhlutverk: Frederik Cilius Jørgensen, Rasmus Bruun og Neel Rønholt. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Breskir gamanþættir um einfarann John Taylor sem gefur út þrautabækur undir dulnefninu „Ludwig.“ Þegar eineggja tvíburabróðir hans, James, hverfur sporlaust heldur John á lögreglustöðina til að grennslast fyrir um hann. Þar er bræðrunum ruglað saman og John er skyndilega kominn í starf bróður síns sem rannsóknarlögreglustjóri Cambridge. Aðalhlutverk: David Mitchell, Anna Maxwell Martin og Dipo Ola. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þýskir dramaþættir frá 2022. Christine er dansari í Friedrichstadt-Palast-leikhúsinu í Austur-Berlín árið 1988. Þegar hún kemst óvænt að því að hún á tvíburasystur frá Vestur-Þýskalandi vakna ýmsar spurningar. Í von um að komast að uppruna sínum ákveða þær að skiptast á hlutverkum. Aðalhlutverk: Luise Befort, Svenja Jung og Anja Kling.
Róbert og hressu hvolparnir í Hvolpasveitinni eru komin aftur og takast á við ný verkefni og nýja þorpara eins og þeim einum er lagið.
Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Trump orðinn forseti 2. Þetta eru lögin í Söngvakeppninni.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Danmerkur og Þýskalands í milliriðli á HM karla í handbolta.
Leikir á HM karla í handbolta.
Leikur Ungverjalands og Frakklands í milliriðli á HM karla í handbolta.