Kveikur er fréttaskýringaþáttur með fjölbreyttar áherslur. Ritstjórn og dagskrárgerð: Arnar Þórisson, Árni Þór Theodórsson, Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir, Ingólfur Bjarni Sigfússon, Ingvar Haukur Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Kristín Sigurðardóttir, og Tryggvi Aðalbjörnsson.
Hátt í fimmtíu börn veiktust eftir að hafa borðað E. coli-mengaðan mat á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum. Líf nokkurra barna hékk á bláþræði eftir matarsýkinguna. Matráður leikskólans hafði ekki hlotið neina menntun eða fræðslu um öryggi matvæla. Orsök hópsmitsins er rakin til rangs verklags við matreiðslunar og geymsluna á matnum.
Kveikur fylgir eftir fjölskyldu stúlkunnar sem veiktist mest en foreldrarnir segjast í viðtali hafa kvatt stúlkuna á tímabili, þar sem hún var í algjörri lífshættu. Stúlkan og um tugur barna til viðbótar, þarf að vera undir eftirliti lækna ævina á enda. Þrátt fyrir árlegar heimsóknir heilbrigðiseftirlits varð það þess aldrei áskynja að verklag í eldhúsinu stofnaði lífi barna í hættu.