Þáttaröð í fjórum hlutum þar sem Eva María Jónsdóttir ferðast um landið og segir sögur af fólki og atburðum úr fortíðinni. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Í þættinum ferðast Eva María um Hvalfjörð og segir frá Harðar sögu og Hólmverja.
Bresk leikin þáttaröðin um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin. Aðalhlutverk: Bradley Walsh, Joanna Scanlan og Lydia Page.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti eigast við Hornafjörður og Seltjarnarnes. Í liði Hornfirðinga eru Grétar Örvarsson, Sigurður Hannesson og Lena Hrönn Marteinsdóttir og fyrir Seltjarnarnes keppa Atli Þór Albertsson, Bryndís Loftsdóttir og Valgeir Guðjónsson.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í þættinum segir Bragi Ólafsson frá bók sinni Innanríkið - Alexíus. Þetta eru æviminningar en þó fullar af undirfurðulegum útúrdúrum að hætti Braga. Við heimsækjum Guðnýju Halldórsdóttur kvikmyndagerðarkonu í Mosfellsdal. Hún er þekktari undir nafninu Duna enda er það nafnið á sögu hennar sem Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir hafa skráð. Guðmundur Andri Thorsson spjallar um nýja skáldsögu sína sem nefnist Synir himnasmiðs og Sunna Dís Másdóttir kemur í þáttinn með bók sína Kul. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Í skugga trjánna eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Mikilvægt rusl eftir Halldór Armand, Tjörnina eftir Rán Flygenring og Kvöldið sem hún hvarf eftir Evu Björgu Ægisdóttur.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Sérstakur jólaþáttur þar sem Siggi og Viktoría bregða sér í ferðalag og skoða sögu íslenskra jóla. Þau velta fyrir sér jólahefðum og hvers vegna við höldum jólin eins og við gerum.
Ebba Guðný sýnir áhorfendum hversu auðvelt það getur verið að elda hollan og næringarríkan mat úr góðu hráefni. Matreiðsluþáttur fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegu fræðsluívafi. Dagskrárgerð: Sævar Sigurðsson. Framleiðandi: Anna Vigdís Gísladóttir fyrir Saga Film.
Í þessum þætti útbýr Ebba Guðný hnetusmjörsköku, salat með salatsósu og grænmetislasagna með pestói.
Leitin að jólastjörnunni er hafin. Börn 14 ára og yngri syngja sig inn í hjörtu þjóðarinnar og keppast um að verða jólastjarnan 2023. Umsjón: Kristinn Óli Haraldsson og Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Í þessum þætti syngja jólastjörnurnar Hallfríður Helga Arnórsdóttir, Heiðdís Tómasdóttir, Ólafur Árni Haraldsson, Kristinn Jökull Kristinsson og Sigrún Erla Snorradóttir.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Mörg finna einkenni kulnunar á starfsævinni og ljóst að kostnaður atvinnurekenda vegna hennar er mikill. En hvað er til ráða? Adriana Karólína Pétursdóttir, formaður stjórnar Mannauðs, og Trausti Heiðar Haraldsson. framkvæmdastjóri Prósents ræddu kulnun í Kastljósi og fóru yfir könnun sem sýnir vel stöðun á íslenskum atvinnumarkaði.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í Kilju kvöldsins verður fjallað um Óla K, glæsilega bók sem Anna Dröfn Ágústdóttir hefur tekið saman um Ólaf K. Magnússon, helsta blaðaljósmyndara Íslands á gullöld prentmiðla. Brynja Hjálmsdóttir segir frá fyrstu skáldsögu sinni sem nefnist Friðsemd. Illugi Jökulsson ræðir við okkur um Rétt áðan, það er bók eftir hann sem innheldur stuttar sögur úr daglegu lífi, mestanpart úr sundlaugum og af götum borgarinnar. Eiríkur Bergmann er í viðtali um bókina Óvæntur ferðafélagi og Sigurbjörg Þrastardóttir segir frá nýjustu ljóðabók sinni, Flaumgosum, og flytur kvæði úr bókinni. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Himintungl yfir heimsins ystu brún eftir Jón Kalman Stefánsson, Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur og Innanríkið Alexíus eftir Braga Ólafsson.
Þýsk spennuþáttaröð frá 2021. Líf lögreglunemans, Juliu, umturnast þegar hún verður ástfangin af hinum dularfulla Nick. Nick er ekki allur þar sem hann er séður og fyrr en varir er Julia flækt inn í atburðarás sem leiðir hana á vafasamar slóðir. Aðalhlutverk: Emma Bading, Jannik Schümann og Jeanette Hain. Leikstjórn: Isabel Prahl. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Finnsk heimildarþáttaröð frá 2022, þar sem fjallað er um lítt þekkta atburði í seinni heimsstyrjöldinni. Leikstjórar: Anna-Reeta Eksymä og Teemu Hostikka. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem ljósmyndir eru notaðar til að fara yfir lífshlaup þekktra einstaklinga.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.