Fjórtánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Við kynnumst því hvernig fatlaðir og ófatlaðir dansarar vinna saman. Kræsingarnar á Kastrup eru smakkaðar. Við kynnumst starfi Arnars hjá Golfklúbbi Selfoss, sem og öflugu lyftingafólki hjá íþróttafélaginu Suðra á Selfossi. Við heimsækjum Náttúruvárvaktina á Veðurstofunni. Í Tvennunni er rætt við vinkonurnar Guðrúnu Helgu Karlsdóttur, nýjan biskup, og séra Örnu Ýrr Sigurðardóttur. Loks kynnumst við samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.