16:05
Andri á flandri
Vesturland
Andri á flandri

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút að nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit að því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt að keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást nú loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.

Í Stykkishólmi skoðar Andri afslappað bæjarlífið í bongóblíðu. Hann rekur nefið inn á Vatnsminjasafnið og forvitnast um hvað í ósköpunum það er. Andri og Tómas kíkja í hádegismat til Kela "Rokk" kokks á Langholti á Snæfellsnesi. Þar þarf Andri að flaka nýveiddan fisk upp á eigin spýtur. Til að ná fiskilyktinni af sér dýfir Andri sér svo til sunds í Lýsuhólalauginni lífrænu. Í Borgafirði ramba þeir Andri og Tómas svo inn í hjólahýsahverfið við Galtarholt og er sem opnist gátt inn í aðra áður óséða veröld.

Var aðgengilegt til 08. desember 2024.
Lengd: 26 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,