Beinar útsendingar frá HM í frjálsíþróttum í Ungverjalandi.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Guðmunda Elíasdóttir fæddist í Bolungarvík árið 1920. Hún stundaði söngnám í Kaupmannahöfn og Frakklandi og bjó meðal annars í Bandaríkjunum og Kanada og starfaði við list sína. Hún kom fram í fjölda leiksýninga og söng í óperum, þar á meðal í fyrstu óperusýningu Þjóðleikhússins, Rigoletto, árið 1951.
Þættir frá 2002-2003 þar sem fjallað er um menningu og listir, brugðið upp svipmyndum af listafólki, sagt frá viðburðum líðandi stunda og farið ofan í saumana á straumum og stefnum. Umsjón: Jónatan Garðarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Þiðrik Ch. Emilsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dæmi eru um að hælisleitendur, sem hefur verið synjað um vernd og hafa ekki yfirgefið landið að 30 dögum liðnum eins og lög gera ráð fyrir, lendi á vergangi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað svonefnt lokað búsetuúrræði, þar sem fólk sem hefur verið synjað um vernd getur dvalið þar til það yfirgefur landið. Stórhluti stjórnarandstöðunnar gagnrýndi frumvarp útlendingalaganna þegar það var samþykkt í vor en þingmenn Flokks fólksins greiddu atkvæði með því. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fóru yfir málið í Kastljósi.
Spurningakeppni framhaldsskólanna 2001. Spyrill er Logi Bergmann Eiðsson, Ármann Jakobsson er dómari og höfundur spurninga og stigavörður er Þóra Arnórsdóttir. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason. e.
Í þessari úrslitaviðureign frá árinu 2001 mætast lið Menntaskóalans í Reykjavík og Borgarholtsskóla. Keppt er í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Fyrir MR keppa: Svanur Pétursson, Hjalti Snær Ægisson og Sverrir Teitsson. Fyrir Borgarholtsskóla keppa: Hilmar Már Gunnarsson, Sæmundur Ari Halldórsson og Páll Theódórs.
Þáttur frá árunum 2004-2005 um áhugamál unga fólksins. Umsjón: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Þóra Tómasdóttir og Kristján I. Gunnarsson. Dagskrárgerð: Egill Eðvarsson og Elísabet Linda Þórðardóttir.
Sænskir þættir um fiskveiðar. Þáttastjórnendurnir Emilie Björkman og Martin Falklind ferðast um Svíþjóð, hitta fiskveiðiáhugamenn, stunda veiðar og gefa góð ráð.
Þriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Mörgæsirnar Haddi og Bibbi haga sínu lífi eftir F-unum þremur. Fjör, fiskur og félagsskapur.
Krúttlegir og skemmtilegir þættir þar sem er fylgst með ungum dýrum þar sem þau leika sér og læra á lífið og tilveruna í faðmi fjölskyldunnar.
Hver eru uppáhalds íslensku lögin þín úr núllinu? Þættir frá 2023 sem gerðir voru í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn undanfarin misseri og stefnir í að íbúafjöldi tvöfaldist á tíu árum. Áform eru um fjárfestingar í landeldi á laxi sem nema allt að 300 milljörðum og viðræður standa yfir um stórfellda vinnslu og flutning á efni til steypugerðar sem styr hefur staðið um í sveitarfélaginu. Kastljós heimsótti Þorlákshöfn og kynnti sér stöðuna.
Þrettánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.
Ingvar E. Sigurðsson leikari kemur í viðtal. Við skoðum Hallormsstaðaskóla. Það verður litið inn í Liztvinnsluna sem er fyrir fatlað listafólk. Emmsjé Gauti leyfir okkur að heyra uppáhaldslögin sín. Svo förum við í sitjandi blak. Við kynnum okkur atvinnuátak Íslenska gámafélagsins fyrir fatlað fólk. Arna Sigríður Albertsdóttir gefur heilsueflandi ráð.
Dönsk þáttaröð þar sem prjónaáhrifavaldurinn Lærke Bagger og sjónvarps- og prjónakonan Christine Feldthaus fara til Færeyja, Grænlands, Íslands og Noregs og læra prjónaaðferðir í hverju landi.
Portúgalskir sakamálaþættir frá 2019. Lögreglufulltrúinn Humberto og samstarfskona hans, Alice, rannsaka dularfull andlát tveggja ungra kvenna. Aðalhlutverk: Adriano Luz, Jani Zhao og Afonso Pimentel. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Þáttaröðin er hluti af þemanu Sakamálasumar.
Áströlsk heimildarmynd frá 2021 sem segir persónulega sögu konu sem missir ítrekað fóstur.
Heimildarmynd um ævi bresku tónlistarkonunnar Amy Winehouse þar sem foreldrar hennar og nánustu vinir deila sögum af henni. Myndin var gerð af því tilefni að árið 2021 voru tíu ár frá því að Amy Winehouse lést.
Beinar útsendingar frá HM í frjálsíþróttum í Ungverjalandi.