19:35
Kastljós
Uppbygging í Þorlákshöfn
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn undanfarin misseri og stefnir í að íbúafjöldi tvöfaldist á tíu árum. Áform eru um fjárfestingar í landeldi á laxi sem nema allt að 300 milljörðum og viðræður standa yfir um stórfellda vinnslu og flutning á efni til steypugerðar sem styr hefur staðið um í sveitarfélaginu. Kastljós heimsótti Þorlákshöfn og kynnti sér stöðuna.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 14 mín.
Dagskrárliður er textaður.