19:55
Með okkar augum XIII
Með okkar augum XIII

Þrettánda þáttaröð þessara margverðlaunuðu þátta sem vakið hafa athygli fyrir nýstárleg og frumleg efnistök. Fólk með þroskahömlun vinnur þættina með fagfólki í sjónvarpsgerð og miðlar þannig fjölbreytileika íslensks samfélags. Umsjón: Andri Freyr Hilmarsson, Ásgeir Tómas Arnarson, Elva Björg Gunnarsdóttir, Katrín Guðrún Tryggvadóttir, Magnús Orri Arnarson og Steinunn Ása Þorvaldsdóttir. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir.

Ingvar E. Sigurðsson leikari kemur í viðtal. Við skoðum Hallormsstaðaskóla. Það verður litið inn í Liztvinnsluna sem er fyrir fatlað listafólk. Emmsjé Gauti leyfir okkur að heyra uppáhaldslögin sín. Svo förum við í sitjandi blak. Við kynnum okkur atvinnuátak Íslenska gámafélagsins fyrir fatlað fólk. Arna Sigríður Albertsdóttir gefur heilsueflandi ráð.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 28 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,