Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Dæmi eru um að hælisleitendur, sem hefur verið synjað um vernd og hafa ekki yfirgefið landið að 30 dögum liðnum eins og lög gera ráð fyrir, lendi á vergangi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað svonefnt lokað búsetuúrræði, þar sem fólk sem hefur verið synjað um vernd getur dvalið þar til það yfirgefur landið. Stórhluti stjórnarandstöðunnar gagnrýndi frumvarp útlendingalaganna þegar það var samþykkt í vor en þingmenn Flokks fólksins greiddu atkvæði með því. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fóru yfir málið í Kastljósi.