16:45
Landakort
Útilegumenn í Þórisdal
Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

„Hann sá þá fagrar hlíðar grasi vaxnar og smákjörr, þar vour hverar og þótti honum sem jarðhitar myndu valda er eigi luktust saman jöklarnir yfir dalnum." Svo er lýst í Grettissögu fyrstu kynnum Grettis af Þórisdal sem liggur milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls. Frásögn Grettissögu af vetrardvöl Grettis í Þórisdal og samskiptum hans við útilegumenn er þar áttu að hafa búið eru fyrstu heimildir sem til eru um þennan dularfulla dal.

Var aðgengilegt til 01. ágúst 2023.
Lengd: 6 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,