Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þátturinn verður að mestu leyti helgaður umræðum um framhaldsskólana því barna- og menntamálaráðherra hefur boðað breytingar á framhaldsskólakerfinu og falið nýstofnuðum starfshópi að vinna tilllögur að aðgerðum. Aukin áhersla verður lögð á starfs- og verknám en með því er gert ráð fyrir að bóknemum fækki og því er til skoðunar að sameina nokkra framhaldsskóla líkt og tilkynnt var um fyrir helgi. Tilkynningin vakti hörð viðbrögð og bæði nemendur framhaldsskóla og kennararar gagnrýndu samráðsleysi. Við ræðum þetta við Ásmund Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, Guðjón Hrein Hauksson, formann Félags framhaldsskólakennara, og Katrínu Kristjönu Hjartardóttur, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Við ræðum einnig við Sigurð Þorra Gunnarsson, sem er í fyrsta sinn í íslenska júróvisjónhópnum, en hann talaði við Diljá Pétursdóttur, flytjanda íslenska lagsins, og lagahöfundinn, Pálma Ragnar Ásgeirsson, um fyrstu æfinguna, sem fram fór í dag.
Bein útsending frá keppni í Skólahreysti. Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.
Í þriðju viðureign Skólahreystis árið 2023 mættu eftirfarandi skólar til leiks:
Dalskóli
Flóaskóli
Foldaskóli
Grunnskóli Húnaþings vestra
Grunnskólinn í Hveragerði
Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit
Snælandsskóli
Súðavíkurskóli
Vallaskóli
Víkurskóli RVK
Umsjón: Anna Sigrún Davíðsdóttir og Daníel Óskar Jóhannesson
Spurningakeppni framhaldsskólanna frá 1989. Spyrill: Vernharður Linnet. Stjórn útsendingar: Sigurður Jónasson.
Í þessum þætti mætast lið Flensborgarskóla og Menntaskólans í Kópavogi.
Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - já og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Í síðasta leik 8-liða úrslita mætist frægasta hljómsveit Íslandssögunnar, Sigur Rós, og systkinadanspoppbandið Bloodgroup.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Hann sá þá fagrar hlíðar grasi vaxnar og smákjörr, þar vour hverar og þótti honum sem jarðhitar myndu valda er eigi luktust saman jöklarnir yfir dalnum." Svo er lýst í Grettissögu fyrstu kynnum Grettis af Þórisdal sem liggur milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls. Frásögn Grettissögu af vetrardvöl Grettis í Þórisdal og samskiptum hans við útilegumenn er þar áttu að hafa búið eru fyrstu heimildir sem til eru um þennan dularfulla dal.
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar.
Jónas Sig flytur lagið Psycho Killer eftir Talking Heads.
Bein útsending frá keppni í Skólahreysti. Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.
Í fjórðu viðureign Skólahreystis árið 2023 mættu eftirfarandi skólar til leiks:
Akurskóli
Garðaskóli
Grunnskóli Grundarfjarðar
Grunnskólinn Hellu
Heiðarskóli Reykjanesbæ
Hraunvallaskóli
Laugalækjarskóli
Réttarholtsskóli
Reykholtsskóli
Vatnsendaskóli
Umsjón: Anna Sigrún Davíðsdóttir og Daníel Óskar Jóhannesson
Íslenska óperan varð 40 ára á árinu 2020. Að því tilefni lítum við til baka og minnumst góðra stunda.
Þriðja þáttaröðin um vinalega hundinn Sám og krílin sem vinna sér inn merki á leikskólanum hans.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Rebekka er ung stúlka sem er að læra á lífið, skólann og tilveruna. Örvar er græn veira sem lenti hjá mannfólkinu. Saman eru þau ótrúlegt teymi.
Ólivía er sniðug svínastelpa sem tæklar hversdaginn með frumlegum leiðum. Hún dettur gjarnan í dagdrauma og hefur að auki sett sér ýmsar sniðugar lífsreglur.
Stuttir þættir þar sem við kynnumst merkiskonum mannkynssögunnar. Sumar eru frægar, aðrar eru óþekktar en allar eru þær töffarar og eldhugar.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Diljá farin til Liverpool 2. Tólf ára hetja í Michigan 3. Krakkaskýring: Krossmessa
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Vikinglottó-útdráttur vikunnar.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Ný könnun Vörðu fyrir BSRB sýnir að staða launafólks hefur versnað frá því í fyrra. Fleiri eiga erfitt með að ná endum saman og mæta óvæntum útgjöldum en áður. Rætt við Kristínu Hebu Gísladóttur, framkvæmdastjóra Vörðu, og Finnbjörn A. Hermannsson, nýjan forseta ASÍ.
Kveikur fjallaði nýlega um ólöglegt húsnæði, oft brunagildrur, þar sem fólk býr við mikla hættu. Úrræðaleysi slökkviliðsins gagnvart hættulegu húsnæði sem flokkast sem íbúðarhúsnæði er áberandi en það er líka búið í iðnaðarhúsnæði. Þar hefur slökkviliðið ríkan aðgang og heimildir til eftirlits ? en kerfið virkar samt ekki sem skyldi.
Gallerýið Open lokar dyrum sínum með sýningu Ingibjargar Sigurjónsdóttur sem nefnist Athugasemdir. Kastljós kíkti í síðustu heimsóknina í gallerýið.
Bein útsending frá keppni í Skólahreysti. Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda.
Í fimmtu viðureign Skólahreystis árið 2023 mættu eftirfarandi skólar til leiks:
Sandgerðisskóli
Sunnulækjarskóli
NÚ
Stapaskóli
Hörðuvallaskóli
Hlíðaskóli
Smáraskóli
Lækjarskóli
Umsjón: Anna Sigrún Davíðsdóttir og Daníel Óskar Jóhannesson
Þýsk þáttaröð í átta þáttum byggð á endurminningum Christiane F. Hin heimsfræga saga um Dýragarðsbörnin segir frá táningsstúlkunni Christiane og vinum hennar í Berlín á áttunda áratugnum. Öll eiga þau sínar vonir og væntingar en lífið tekur harkalegan kúrs til hins verra þegar þau leiðast eitt af öðru í eiturlyfjaneyslu og vændi. Aðalhlutverk: Jana McKinnon, Lea Drinda, Michelangelo Fortuzzi og Lena Urzendowsky. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 16 ára.
Heimildarmynd frá BBC um Karl III, Bretakonung, í tilefni af krýningu hans 6. maí 2023. Fjallað er um afrek hans og störf, en enginn hefur verið erfingi bresku krúnunnar lengur en hann.
Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem Cherry Healey fjallar um líkamsímynd og lýtaaðgerðir. Í þáttunum ferðast hún um heiminn og fylgir eftir konum á leið í hinar ýmsu aðgerðir. Hún skoðar hver áhrif aðgerðanna eru á meðan hún veltir fyrir sér hvort hún ætti sjálf að leggjast undir hnífinn. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Fréttir á einföldu og auðskildu máli.
Krakkafréttir dagsins: 1. Diljá farin til Liverpool 2. Tólf ára hetja í Michigan 3. Krakkaskýring: Krossmessa
Umsjón: Gunnar Hrafn Kristjánsson