17:10
Útúrdúr
Tími til að bregða sér út úr dúr!
Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Í fyrsta þætti Útúrdúrs komum við aðeins inn á hvernig Mozart hefur verið notaður í viðbjóðslegum tilgangi í gegnum tíðina. Í þættinum heyrum við Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttur segja frá móður sinni, Margréti Eiríksdóttur píanóleikara, og hvernig hún hélt áfram að spila Schubert þrátt fyrir minnistap. Fram komu: Roger Scruton, heimspekingur og listfræðingur. Steven Mithen, fornleifafræðingur. Guðrún Hlín Þórarinsdóttir. Gunnar Guðbjörnsson, söngvari.

Var aðgengilegt til 20. júlí 2023.
Lengd: 46 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,