Spurningakeppni framhaldsskólanna frá 1988. Umsjón: Kristín Helgadóttir og Vernharður Linnet. Stjórn útsendingar: Rúnar Gunnarsson.
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði mætir Menntaskólanum við Sund. Lið Flensborgar skipa Matthías Þórólfsson, Hörður Arnþórsson og Skarphéðinn Björnsson. Lið Menntaskólans við Sund skipa Karl Óskar Magnússon, Sverrir Jakobsson og Ármann Jakobsson.
Þáttaröð frá 1997 þar sem Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason bregða á leik. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson.
Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - já og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Í sjöunda þætti Popppunkts keppa tvær ofursvalar miðbæjarsveitir, FM Belfast og Jeff Who? Búast má við miklum vígamóði og æsispennandi leik. Frá hinni dansvænu sveit FM Belfast mæta Lóa, Árni og Árni, en rokkvænir Baddi, Elli og Þormóður keppa fyrir hönd Jeff Who? Það verður ekkert elsku mamma þegar þessar sveitir takast á.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.
Sænsk þáttaröð í þremur hlutum um mataræði og kúra. Í þáttunum er ferns konar mataræði prófað á fjórum pörum og fylgst með því hvaða áhrif mataræðið hefur á líkamlega heilsu þeirra.
Íslensk heimildarþáttaröð í fimm þáttum um skipulag og uppbyggingu fimm bæja vítt og breitt um landið. Bæirnir Ísafjörður, Akureyri, Seyðisfjörður, Vestmannaeyjar og Hafnarfjörður eru heimsóttir og stiklað á stóru um sögu þeirra. Umsjón: Egill Helgason og Pétur Ármannsson. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.
Í fyrsta þætti Útúrdúrs komum við aðeins inn á hvernig Mozart hefur verið notaður í viðbjóðslegum tilgangi í gegnum tíðina. Í þættinum heyrum við Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttur segja frá móður sinni, Margréti Eiríksdóttur píanóleikara, og hvernig hún hélt áfram að spila Schubert þrátt fyrir minnistap. Fram komu: Roger Scruton, heimspekingur og listfræðingur. Steven Mithen, fornleifafræðingur. Guðrún Hlín Þórarinsdóttir. Gunnar Guðbjörnsson, söngvari.
Stórskemmtilegir þættir þar sem breskir grínistar sýna okkur þær hliðar á sögunni sem okkur er ekki kennt í skóla.
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Anja Sæberg og Bjarni Kristbjörnsson
Í Húllumhæ: Unga fréttafólkið okkar á KrakkaRÚV segir fréttir frá Barnamenningarhátíð í Reykjavík.
Umsjón:
Bjarni Kristbjörnsson
Ungt fréttafólk:
Freydís Hauksdóttir
Sara Snæbjörnsdóttir
Sigurður Ísak Hlynsson
Claire Harpa Kristinsdóttir
Rósa Kristín Einarsdóttir
Vilhjálmur Árni Sigurðsson
Ástrós Eva Einarsdóttir
Ragna Steinunn Heimisdóttir
Rakel Sif Grétarsdóttir
Ingdís Una Baldursdóttir
Guðrún Saga Guðmundsdóttir
Sölvi Þór Jörundsson Blöndal
Fram komu:
Eyrún Ævarsdóttir
Jóakim M Kvaran
Thomas Burke
Alejandro Bencomo
Lauren Charnow
Bryndís Torfa
Unnsteinn Manúel Stefánsson
Una Torfadóttir
Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir
Dagur B. Eggertsson
Ragnhildur Gísladóttir
Vigdís Hafliðadóttir
Hólmfríður Hafliðadóttir
Harpa Rut Hilmarsdóttir
Eydís Anna Ingimarsdóttir
Guðrún Filippía Gísladóttir
Magnús Thor Holloway
Ólafur Sveinn Böðvarsson
Yasna Yousif Mohammed
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Íþróttafréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti hóf rappferilinn fyrir tuttugu árum og fagnar áfanganum með tónleikum í næsta mánuði. Kastljós hitti Gauta og ræddi við hann um miðaldra lífið, ferilinn og framkvæmdir.
Barnamenningarhátíð stendur yfir þessa dagana en fjölmargir viðburðir eru í boði. Kastljós tók púlsinn á því sem er að gerast.
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Bergþóra Árnadóttir söngvaskáld samdi og flutti mörg lög sem hafa lifað með þjóðinni. Eitt þeirra, Verkamaður, sem upphaflega kom út á plötunni Eintak árið 1977, var samið við vinsælt ljóð Steins Steinarrs frá 1934. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lagið og fara yfir sögu lagsins og þá merkilegu tengingu sem það hefur við íslenska þjóðarsál. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru þau Vera Illugadóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Einar Þorsteinsson.
Berglind Festival fer á stúfana og fjallar að þessu sinni um skuggahliðar sumarsins á Íslandi.
Tónlistaratriði kvöldsins er PATRi!K með lagið Prettyboitjokko.
Breskur gamanmyndaflokkur um lækninn Martin Ellingham sem er fær læknir en með afbrigðum klaufalegur í mannlegum samskiptum. Meðal leikenda eru Martin Clunes, Caroline Catz og Ian McNeice.
Þýsk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á lífi Aenne Burda, stofnanda þýska útgáfufyrirtækisins Burda. Hún mótaði ekki aðeins tísku þýsku þjóðarinnar á fimmta áratug síðustu aldar heldur átti hún einnig stóran þátt í efnahagslegri uppbyggingu landsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Aðalhlutverk: Katharina Wackernagel, Jean-Yves Berteloot og Lior Kudrjawizki. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Breskir gamanþættir um einkaspæjarana Luellu Shakespeare og Frank Hathaway sem leysa sakamál í bænum Stratford-upon-Avon. Aðalhlutverk: Mark Benton og Jo Joyner.