20:00
Fílalag
4. Verkamaður - Bergþóra Árnadóttir
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Bergþóra Árnadóttir söngvaskáld samdi og flutti mörg lög sem hafa lifað með þjóðinni. Eitt þeirra, Verkamaður, sem upphaflega kom út á plötunni Eintak árið 1977, var samið við vinsælt ljóð Steins Steinarrs frá 1934. Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lagið og fara yfir sögu lagsins og þá merkilegu tengingu sem það hefur við íslenska þjóðarsál. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 19 mín.
Dagskrárliður er textaður.