17:55
Landakort
Hvað finnst þér um að þér hafi verið stolið?
Landakort

Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.

"Ég var bara á rölti úti í Prag þegar var hringt í mig, þá var það Rás 2 og þáttastjórnandi spyr mig hvað mér finnist um að mér hafi verið stolið. Stolið? sagði ég, og skildi ekkert hvað maðurinn var að fara," segir Þórir Steingrímsson fyrrverandi lögregluþjónn og leikari. Það var samt ekki Þóri sjálfum sem var stolið heldur eftirmynd af honum í fullri stærð. Þórir var nefnilega fyrirsætan þegar svokallaðar "pappalöggur" voru settar upp við Reykjanesbrautina árið 2000. Pappalöggurnar, sem reyndar voru úr krossviði, áttu að auka sýnileika lögreglunnar og minna fólk á hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem enn var einbreið á þessum tíma. "Svo kem ég heim, seint um kvöld, og við keyrum eftir Reykjanesbrautinni og sjáum pappalöggu á staur. Við ákáðum að stoppa og konan tekur ljósmynd af mér og eftirmyndinni en þá koma tveir lögreglubílar á fleygiferð með blikkandi ljósum. Þá héldum menn að þarna væri kominn enn einn pappalögguþjófurinn," segir Þórir og skellihlær.

Var aðgengilegt til 06. júlí 2023.
Lengd: 4 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,