13:55
Popppunktur
Áhöfnin á Halastjörnunni - Sigur Rós
Popppunktur

Dr. Gunni og Felix Bergsson stjórna spurningakeppni hljómsveita. Í þáttunum takast íslenskar hljómsveitir á í æsandi spurningaleik, þar sem gáfur og viska, ásamt snerpu, atgervi og heppni ráða niðurstöðunni - já og tónlistarhæfileikar. Meðal þeirra hljómsveita sem keppa eru Buff, Ljótu hálfvitarnir, Jeff Who?, Baggalútur, Hvanndalsbræður, múm, Sigur Rós og Áhöfnin á Halastjörnunni. Þættirnir voru frumsýndir á RÚV sumarið 2009. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.

Í öðrum þætti Popppunkts mætast Áhöfnin á Halastjörnunni og Sigur Rós, heimsfrægasta hljómsveit Íslandssögunnar. Frá gleðisveitinni Halastjörnu koma þeir Hemmi Gunn, Gylfi Ægisson og Ari Jónsson, en frá Sigur Rós þeir Kjartan, Georg og Orri. Óhætt er að fullyrða að þetta sé furðulegasti Popppunktsþátturinn frá upphafi. Stolt siglir fleyið mitt og hoppar í polla. Spurning er hins vegar: þegar kemur að poppfræðum hvort skiptir þá máli, áratugalöng reynsla við skemmtanahald eða náttúruelskandi frumkraftur Sigur Rósar?

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,