14:50
Á meðan ég man
2001-2005
Á meðan ég man

Á meðan ég man er íslensk þáttaröð sem gerð var í tilefni af 80 ára afmæli Ríkisútvarpsins árið 2010. Í hverjum þætti er stiklað yfir fimm ára tímabil í sögu Sjónvarpsins frá árunum 1966 til 2005. Í þáttunum er fréttum, atriðum úr skemmtiþáttum, viðtalsbrotum og tónlist frá þessum tímabilum blandað saman. Inn í þessa upprifjun fléttast viðtöl við fólkið sem annaðhvort var áberandi á tímabilinu eða kom við sögu í fréttunum sem rifjaðar eru upp. Umsjónarmaður er Guðmundur Gunnarsson og dagskrárgerð er í höndum Sigurðar Jakobssonar.

Í þessum þætti er farið yfir árin 2001 til 2005. Hér sjáum við meðal annars brot af flutningi íslenska Eurovision lagsins Birta bíddu eftir mér, nokkrar frumlegar fréttir Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar, Sverri Þór Sverrisson, eða Sveppa, hljóta verðlaun sem sjónvarpsmaður ársins á Edduverðlaununum þar sem hann heldur ræðu um hvernig var hægt að kjósa hann oft á netinu, brot úr þættinum Bílasalan Bjallan og frétt um kattastríð í Reykjavík.

Var aðgengilegt til 06. júlí 2023.
Lengd: 26 mín.
Eingöngu aðgengilegt á Íslandi
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
,