Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Sýningin Verk og vit fer fram í Laugardalshöll um helgina en hún er ætluð þeim sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum. Kastljós leit við og skoðaði nokkra bása.
Gísli Örn Garðarsson þarf heldur betur að reyna á sig í sýningunni Ég hleyp sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Kastljós fékk að setja æfingaúr á Gísla til að fylgjast með hversu hratt og langt hann hleypur og álaginu sem fylgir sýningunni. Þar leikur hann mann sem glímir við sorgina með hlaupum.
Kvikmyndahátíðin Stockfish fer nú fram í áttunda sinn og verður í Bíó Paradís. Kastljós skoðaði það helsta sem verður í boði.