Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.
Stuðboltarnir í þotuakademíunni, Súla, Kiddi, Lars og Fúsi, fara á heimshornaflakk til að bjarga þekktum kennileitum frá Galla-Grími.
Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Matthildur er 12 ára stelpa sem býr yfir sérstöku leyndarmáli. Á hverjum degi þegar hún vaknar býr hún yfir nýjum ofurkrafti sem hún þarf að læra að stjórna. Aðeins besti vinur hennar veit af þessu og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Hressir teiknimyndaþættir um ævintýri sjóræningjanna í Daufhöfn og Matthildi vinkonu þeirra. Byggðir á samnefndum bókum í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar.
Kærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro.
Skemmtilegir þættir um hugmyndaríku stúlkuna Kötu sem ferðast með fjólubláu kanínunni Mumma til ævintýraheimsins Mummaheims.
Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Bolli og Bjalla ætla að búa til fyndnasta þátt allra tíma þegar Bolli fær bréf frá pabba sínum sem setur strik í reikninginn.
Krakkarnir í Stundin rokkar flytja ábreiðu af laginu ?Inní mér syngur vitleysingur" með Sigurrós og við kynnumst líka Hilmi gítarleikara betur.
Tímaflakk flytur okkur síðan aftur til ársins 2007 þegar Stígur og Snæfríður stýrðu Stundinni okkar.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Anja Sæberg og Bjarni Kristbjörnsson
Í Húllumhæ: Árni Beinteinn fer um víðan völl, kíkir á æfingu á leikverkinu Þoku í Borgarleikhúsinu, tekur viðtal við ungan, finnskan píanóleikara og fræðist um þátttökuverkið Manndýr. Við ljúkum þættinum á Krakkakiljunni.
Umsjón:
Þuríður Davíðsdóttir
Árni Beinteinn Árnason
Fram komu:
Árni Beinteinn Árnason
Gunnvá Zacharlasen
Hilmir Jensson
Baldur Davíðsson
Edda Björk Davíðsdóttir
Johannes Piirto
Aude Busson
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Emma Nardini Jónsdóttir
Handrit og framleiðsla:
Karitas M. Bjarkadóttir
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Lausnum á loftslagsvandanum má gróflega skipta í þrennt; lausnir sem stuðla að minni losun, meiri bindingu og jarðverkfræðilegar lausnir. Margar furðulegar og í einhverjum tilfellum langsóttar hugmyndir hafa komið fram, en sáldur glersalla á heimskautaísinn er eitthvað sem verið er að skoða hvort gangi upp. En hvað þarf að hafa í huga við þróun jarðverkfræðilegra lausna?
Beinar útsendingar frá keppnum í Meistaradeildinni í hestaíþróttum.
Bein útsending frá skeiðmóti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.
Sýningin Verk og vit fer fram í Laugardalshöll um helgina en hún er ætluð þeim sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð á ýmsum stigum. Kastljós leit við og skoðaði nokkra bása.
Gísli Örn Garðarsson þarf heldur betur að reyna á sig í sýningunni Ég hleyp sem sýnd er í Borgarleikhúsinu. Kastljós fékk að setja æfingaúr á Gísla til að fylgjast með hversu hratt og langt hann hleypur og álaginu sem fylgir sýningunni. Þar leikur hann mann sem glímir við sorgina með hlaupum.
Kvikmyndahátíðin Stockfish fer nú fram í áttunda sinn og verður í Bíó Paradís. Kastljós skoðaði það helsta sem verður í boði.
Heimildarmynd um rithöfundinn og hugsjónakonuna Steinunni Sigurðardóttur sem átti 50 ára rithöfundarafmæli á árinu 2019. Í myndinni er fjallað um verk hennar í gegnum tíðina, gildi skáldskaparins og mikilvægi baráttunnar fyrir því að vernda náttúruna í sinni stærstu og smæstu mynd. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Arthúr Björgvin Bollason. Framleiðandi: Ljóney ehf.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Eliza Reid forsetafrú er gestur í Kilju vikunnar. Hún spjallar við okkur um bók sína Sprakkar sem á næstunni kemur út á ýmsum tungumálum. Við fjöllum um bók sem er helguð verkum hins gagnmerka arkitekts Þóris Baldvinssonar, ritstjóri hennar er Ólafur J. Engilbertsson en af höfundum má nefna Pétur H. Ármannsson. Við förum í nýtt Bókasamlag í Skipholti en þar ráða ríkjum Kikka Sigurðardóttir og Dagný Maggýjar. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Ísland pólerað eftir Ewu Marcinek, Kalmann eftir Joachim B. Schmidt og Meðal hvítra skýja, en það eru þýðingar á fornum kínverskum ljóðum eftir Hjörleif Sveinbjörnsson.
Þriðja þáttaröðin um hringfarann Kristján Gíslason og ævintýraleg ferðalög hans um heiminn á mótorhjóli. Árið 2019 fór hann niður Afríku og á ferðalaginu fær hann að reyna allt frá borgarastríði til stórbrotinnar náttúru, kynnist einstökum ættbálkasamfélögum og kemst í kynni við einhver hættulegustu dýr heims.
Í fyrsta þætti af fylgjumst við með Kristjáni Gíslasyni og Ásdísi Rósu Baldursdóttur fikra sig niður strönd Króatíu og alla leið að botni Miðjarðarhafsins. Þar draup sagan af hverju strái og mismunandi menningarheimar opnuðust. Söguslóðir Forn-Grikkja og frelsarans, svo ekki sé talað um undraheima Jórdaníu þar sem þau heimsóttu nýlega uppgötvaðar borgir.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu.
Egill Helgason tengir bækur við ýmsa staði á landinu. Í þessum þætti gengur hann um Vesturbæinn og fjallar m.a. um bækur Hendriks Ottóssonar. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.