Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann í fyrsta sinn á nýju ári og ræddi horfur í alþjóðamálum.
Kristín Jónsdóttir í París sagði frá áhrifum Giséle Pelicot á Frakkland og Frakka. Giséle hefur hlotið mikið lof og þakkir fyrir að ákveða að krefjast ekki nafnleysis í máli fyrrverandi eiginmanns síns og 50 annarra karla, sem allir voru sakfelldir fyrir kynferðisbrot gegn henni fyrir jól.
Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjallaði um áramótaávörp nýs forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og nýs forsætisráðherra, Kristrúnar Frostadóttur.
Tónlist:
Ingibjörg Þorbergs, Marzbræður - Man ég þinn koss.
Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason - Ljúfa vina.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Nefnd skipuð af fyrrverandi heilbrigðisráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum svokallaða Grænbók, þar sem skoðuð er staðan í málum tengdum ADHD á Íslandi. Skoðaðir eru til dæmis langir biðlistar eftir greiningu og algengi lyfjameðferðar. Mat nefndarinnar er að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Formaður ADHD samtakanna sagði í síðustu viku að þær ályktanir sem fram koma í Grænbókinni muni valda mikilli ólgu hjá félögum samtakanna og hjá þeim sem bíða greiningar og að þar sé ýmislegt sem þurfi að skoða betur. Hrannar B. Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir niðurstöður Grænbókarinnar og tók undir áhyggjur formannsins, að ef farið yrði eftir þeim ályktunum sem þar koma fram þá gæti það verið skref aftur á bak, eða í það minnsta gæti það kallað á stöðnun í málefnum ADHD á Íslandi.
Helga Arnardóttir kom svo til okkar og fór yfir það sem hún hefur fjallað um á Heilsuvaktinni á liðnu ári. Þar kennir margra grasa, t.d. blóðsykur, gjörunnar matvörur, ofþyngd barna, heilbrigði þarmaflórunnar, öndun til að róa taugakerfið, heilaörvunarmeðferð við þunglyndi, mikilvægi þess að fara í krabbameinsskimun, reynslusögur og margt fleira. Við rifjuðm upp það helsta frá Heilsuvaktinni árið 2024 með Helgu í dag og hún fór aðeins yfir það hvað yrði til umfjöllunar á nýju ári og auglýsti eftir hugmyndum og ábendingum frá hlustendum í því tilliti. Þær er hægt að senda á netfang þáttarins: [email protected]
Tónlist í þættinum:
Hvar er tunglið? / Kristjana Stefánsdóttir (Sigurður Flosason, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Godess / Laufey (Laufey Lin Jónsdóttir)
Why can’t you behave? / Ella Fitzgerald (Cole Porter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Saksóknari hefur ákært karlmann fyrir að bana hjónum í Neskaupstað með hamri. Dómkvaddur matsmaður telur manninn hafa verið í alvarlegu geðrofi.
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið mann með eldhúshnífi á Kjalarnesi á nýársnótt verður yfirheyrður í dag. Sá sem var stunginn liggur á Landspítala.
12 voru drepnir og fjórir alvarlega særðir í skotárás í Svartfjallalandi í gær. Árásina má rekja til ósættis á veitingastað, þar sem árásarmaðurinn hafði setið lengi við drykkju.
Hryðjuverkamaður sem drap 15 í New Orleans á nýársnótt átti sér líklega vitorðsmenn, segir alríkislögreglan FBI. Margir þeirra sem hann drap voru ungir að árum.
Framhaldsskólakennarar taka þátt í aðgerðum, fari svo að kennaraverkfall hefjist aftur um mánaðamótin. Kennarar eru tilbúnir í frekari aðgerðir segir formaður Kennarasambandsins.
Ýmsar breytingar urðu á gjaldtöku hins opinbera um áramótin, til dæmis lagðist tuttugu og fjögurra prósenta virðisaukaskattur á venjuleg reiðhjól, gjöld á nikótínvörur hækkar sem og kolefnisgjald.
Reykjavíkurborg hvetur íbúa til þess að skila flugeldarusli í þar til gerða grenndargáma víðsvegar um borgina, margir þeirra eru þegar fullir.
Sorp hefur safnast í hauga við bæi í Múlaþingi því ruslabíllinn hefur ekki farið um sumar sveitir á Héraði frá því í október. Bóndi í Skriðdal segir ástandið ógeðslegt. Fyrirtækið Kubbur sem nýlega tók við sorphirðunni vonar að staðan lagist í janúar.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Íþróttafélögin FH og Haukar í Hafnarfirði hafa mikil ítök og áhrif á bæjarmálapólitíkina í Hafnarfirði.
Nýi bæjarstjórinn segir að vægi þessara íþróttafélaga í samfélaginu í Hafnarfirði sé meira en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum sem hann þekkir til í. Fyrrverandi bæjarfulltrúi segir allt of lengi hafi hagsmunir þessara tveggja félaga litað kosningar og ákvarðanatöku í Hafnarfirði of mikið.
Fjallað er um þetta í tengslum við nýlega umræðu um byggingu knatthússins Skessunnar í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær er nú á lokametrunum að ganga frá kaupum á knatthúsinu af FH. Umdeilt var á sínum tíma hvort FH ætti sjálft að byggja knatthúsið eða hvort bærinn ætti einfaldlega að sjá um það sjálfur.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Það má segja að Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Svalbarðseyri, búi í tveimur heimum. Þegar hún er ekki í vinnunni í heimahlynningunni á Akureyri er hún vakin og sofin yfir því að styðja fjölskyldur á Gaza, fjárhagslega en ekki síður andlega. Segja má að hún reki óformleg hjálparsamtök og í kringum þau hefur skapast stórt samfélag.
Grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli… en hvað svo? Símenntun tekur sífellt á sig nýjar og nýjar myndir og fjölmörg halda áfram að sækja sér menntun að lokinni hefðbundnu skólagöngu, oft þegar þau skipta um starf, fá stöðuhækkun, eða jafnvel bara þegar tölvukerfið í vinnunni er uppfært. Við ræðum við Ingunni S. Unnarsdóttur Kristensen, forstöðukonu Opna háskólans, um Opna háskólann, símenntun og gervigreind.
Tónlist og stef úr þættinum:
Nai Barghouti - Li Fairuz
Tolentino, Ife - Distante Canção.
Joan Baez - There But For Fortune.
Árið 2025 er nú að ganga í garð, en það ár er aldarfjórðungur liðinn frá aldamótunum 2000.
Í tilefni af því að nú er aldarfjórðungur liðinn síðan aldamótin 2000 gengu í garð verður í tveimur þáttum fjallað um kvæði og tónverk sem samin voru í tilefni af aldamótunum 1900 og 2000. Raunar var aldamótunum 1900 almennt fagnað um áramótin 1900-1901, en aldamótunum 2000 um áramótin 1999-2000, vegna þess að menn voru ekki á eitt sáttir um það hvenær aldamótin væru. Í seinni þættinum verður fjallað um aldamótin 2000 og flutt verða þrjú tónverk sem samin voru í tilefni af þeim: "Spinna minni" eftir Misti Þorkelsdóttur við ljóð Þórarins Eldjárn, "Nútíð" eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Sigurðar Pálssonar og "Horft frá tungli" eftir Jórunni Viðar við kvæði eftir Sjón. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Lesarar: Valur Freyr Einarsson og Guðrún Þórðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Sameiginlegur þáttur Víðsjár og Lestarinnar í upphafi ársins 2025.
Í þáttum dagsins höldum við úr húsi, förum inn í lágvöruverslunina Prís í Kópavogi, verslunarmiðstöðina Eiðistorg á Seltjarnarnesi, vöðum slabbið út í strætóskýli og tökum líka upp tólið og hringjum út á land: austur, vestur, norður og suður.
Hvað var fólk í Prís að hugsa rétt eftir jólin og hvað finnst unglingum á Eiðistorgi um bækur?
Hvaða áhrif hefur risa myndlistarsýning á verkum Roni Horn í strætóskýlum á gangandi vegfarendur, nú eða akandi strætóbílstjóra?
Hvað er low taper fade, hvað er best að gera á Benidorm og hvernig leggst þetta nýja ár í okkur?
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Halla Harðardóttir, Lóa Björk Björnsdóttir og Melkorka Ólafsdóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsaga þáttarins:
Ottilía og hauskúpan (Tíról) - Athugið að atriði í þessari sögu gæti vakið óhug hjá yngstu börnunum, mælt er með að þau hlusti með fullorðnum.
Leikraddir:
Anna Marsý Clausen
Embla Steinvör Stefánsdóttir
Hafsteinn Vilhelmsson
Hekla Egilsdóttir
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Veðurfregnir kl. 18:50.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar vestur-þýska útvarpsins sem fram fóru í Útvarpshúsinu í Köln, í maí á síðasta ári og báru yfirskriftina "Proms að hætti Vínarbúa"
Á efnisskrá er skemmti- og danstónlist eftir Franz von Suppé, Leo Delibes, Johann Strauss yngri, Dmitríj Shostakovitsj, Fritz Kreisler, Johannes Brahms ofl.
Stjórnandi: Alfred Eschwé.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Það má segja að Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Svalbarðseyri, búi í tveimur heimum. Þegar hún er ekki í vinnunni í heimahlynningunni á Akureyri er hún vakin og sofin yfir því að styðja fjölskyldur á Gaza, fjárhagslega en ekki síður andlega. Segja má að hún reki óformleg hjálparsamtök og í kringum þau hefur skapast stórt samfélag.
Grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli… en hvað svo? Símenntun tekur sífellt á sig nýjar og nýjar myndir og fjölmörg halda áfram að sækja sér menntun að lokinni hefðbundnu skólagöngu, oft þegar þau skipta um starf, fá stöðuhækkun, eða jafnvel bara þegar tölvukerfið í vinnunni er uppfært. Við ræðum við Ingunni S. Unnarsdóttur Kristensen, forstöðukonu Opna háskólans, um Opna háskólann, símenntun og gervigreind.
Tónlist og stef úr þættinum:
Nai Barghouti - Li Fairuz
Tolentino, Ife - Distante Canção.
Joan Baez - There But For Fortune.
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Nefnd skipuð af fyrrverandi heilbrigðisráðherra birti í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum svokallaða Grænbók, þar sem skoðuð er staðan í málum tengdum ADHD á Íslandi. Skoðaðir eru til dæmis langir biðlistar eftir greiningu og algengi lyfjameðferðar. Mat nefndarinnar er að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Formaður ADHD samtakanna sagði í síðustu viku að þær ályktanir sem fram koma í Grænbókinni muni valda mikilli ólgu hjá félögum samtakanna og hjá þeim sem bíða greiningar og að þar sé ýmislegt sem þurfi að skoða betur. Hrannar B. Arnarsson, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, var hjá okkur í dag og fór með okkur yfir niðurstöður Grænbókarinnar og tók undir áhyggjur formannsins, að ef farið yrði eftir þeim ályktunum sem þar koma fram þá gæti það verið skref aftur á bak, eða í það minnsta gæti það kallað á stöðnun í málefnum ADHD á Íslandi.
Helga Arnardóttir kom svo til okkar og fór yfir það sem hún hefur fjallað um á Heilsuvaktinni á liðnu ári. Þar kennir margra grasa, t.d. blóðsykur, gjörunnar matvörur, ofþyngd barna, heilbrigði þarmaflórunnar, öndun til að róa taugakerfið, heilaörvunarmeðferð við þunglyndi, mikilvægi þess að fara í krabbameinsskimun, reynslusögur og margt fleira. Við rifjuðm upp það helsta frá Heilsuvaktinni árið 2024 með Helgu í dag og hún fór aðeins yfir það hvað yrði til umfjöllunar á nýju ári og auglýsti eftir hugmyndum og ábendingum frá hlustendum í því tilliti. Þær er hægt að senda á netfang þáttarins: [email protected]
Tónlist í þættinum:
Hvar er tunglið? / Kristjana Stefánsdóttir (Sigurður Flosason, texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Godess / Laufey (Laufey Lin Jónsdóttir)
Why can’t you behave? / Ella Fitzgerald (Cole Porter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Sífellt finnast fleiri sem vilja stunda sjósund í fimbulkulda. Hafnarfjarðarbær og Trefjar hafa tekið höndum saman að bjóða fólki upp á sjósunds- og saunupplifun. Freyja Auðunsdóttir hjá Trefjum spjallar við okkur.
Stjórnvöld í Rússlandi og Úkraínu sögðu frá því í gær að gas yrði ekki lengur flutt frá Rússlandi til Evrópuríkja um leiðslur í Úkraínu. Jón Ólafsson ræðir við okkur um stöðuna.
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, gerir upp Kryddsíldina með okkur og ræðir stöðuna í stjórnmálunum í upphafi árs.
Björn Þorfinnsson, ritstjóri og skákmeistari, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum miklar deilur innan skákheimsins, sem er opinberlega orðinn að brandara að mati bandaríska skák risans Hans Niemann.
Og landsmenn deila nú um ágæti áramótaskaupsins og við ætlum að opna fyrir símann í lok þáttar og heyra skoðanir hlustenda.
Tónlist:
Paul Simon - 50 Ways To Leave Your Lover.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Una Torfadóttir, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Þetta líf er allt í læ.
Cohen, Leonard - Suzanne.
STEVIE WONDER - Sir Duke.
Childish Gambino - Redbone.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Saksóknari hefur ákært karlmann fyrir að bana hjónum í Neskaupstað með hamri. Dómkvaddur matsmaður telur manninn hafa verið í alvarlegu geðrofi.
Maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa stungið mann með eldhúshnífi á Kjalarnesi á nýársnótt verður yfirheyrður í dag. Sá sem var stunginn liggur á Landspítala.
12 voru drepnir og fjórir alvarlega særðir í skotárás í Svartfjallalandi í gær. Árásina má rekja til ósættis á veitingastað, þar sem árásarmaðurinn hafði setið lengi við drykkju.
Hryðjuverkamaður sem drap 15 í New Orleans á nýársnótt átti sér líklega vitorðsmenn, segir alríkislögreglan FBI. Margir þeirra sem hann drap voru ungir að árum.
Framhaldsskólakennarar taka þátt í aðgerðum, fari svo að kennaraverkfall hefjist aftur um mánaðamótin. Kennarar eru tilbúnir í frekari aðgerðir segir formaður Kennarasambandsins.
Ýmsar breytingar urðu á gjaldtöku hins opinbera um áramótin, til dæmis lagðist tuttugu og fjögurra prósenta virðisaukaskattur á venjuleg reiðhjól, gjöld á nikótínvörur hækkar sem og kolefnisgjald.
Reykjavíkurborg hvetur íbúa til þess að skila flugeldarusli í þar til gerða grenndargáma víðsvegar um borgina, margir þeirra eru þegar fullir.
Sorp hefur safnast í hauga við bæi í Múlaþingi því ruslabíllinn hefur ekki farið um sumar sveitir á Héraði frá því í október. Bóndi í Skriðdal segir ástandið ógeðslegt. Fyrirtækið Kubbur sem nýlega tók við sorphirðunni vonar að staðan lagist í janúar.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Fréttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Tónleikaupptökur víðsvegar að úr heiminum, frá ýmsum tímum og úr ólíkum tónlistaráttum. Nýjar og gamlar tónleikaupptökur úr safni Rásar 2 í bland við upptökur frá tónlistarhátíðum erlendis sem vinir Rásar 2 í EBU bjóða upp á.