ok

Vélvitið

Fjórði þáttur

Framfarir í þróun djúpra tauganeta eru eitt af því sem hefur stuðlað að hraðri þróun gervigreindar á undanförnum árum. Fréttir af framförum í læknisfræði og á sviði heilbrigðisvísinda með aðstoð gervigreindar eru orðnar tíðari, til dæmis hafa vísindamenn nýtt gervigreind til að tengja framhjá mænuskaða og gera lömuðum manni kleift að ganga. Framfarir á sviði tauganeta hafa opnað nýja möguleika, meðal annars í greiningu sjúkdóma. Hér á Íslandi eru stundaðar miklar rannsóknir á þessu sviði, meðal annars í læknisfræðilegri myndgreiningu. Rætt er við Lottu Maríu Ellingsen dósent í rafmagns- og tölvunarverkfræði við Háskóla Íslands um möguleika og takmarkanir tauganeta og framtíðina í sjúkdómsgreiningum með aðstoð gervigreindar.

Frumflutt

4. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
VélvitiðVélvitið

Vélvitið

Hún er ósýnileg en allt um kring. Fækkar handtökum en ógnar líka lifibrauði. Mun gervigreindin kollvarpa siðmenningunni eins og við þekkjum hana?

Eyrún Magnúsdóttir ræðir við sérfræðinga á ýmsum sviðum gervigreindar um stöðu og framtíð vitvéla.

,