Tónlistin í þættinum:
Álfadans (Nú er glatt í hverjum hól), lag eftir Helga Helgason við texta eftir Sæmund Eyjólfsson. Kristinn Hallsson syngur, og Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur, stjórnandi er Þorkell Sigurbjörnsson.
Stúdíóupptaka úr safni útvarps: Á þrettándakvöldi 1971
Ólafur reið með björgum fram, þjóðlag og þjóðvísa. Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested og Kristinn Hallsson syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er Þorkell Sigurbjörnsson.
Stúdíóupptaka : Á þrettándakvöldi 1971
Nú líður kvöldið, lag eftri O. Jacobsen, höfundur texta er ókunnur. Kristinn Hallsson syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er Þorkell Sigurbjörnsson.
Stúdíóupptaka : Á þrettándakvöldi 1971
Ljósið kemur langt og mjótt. Þjóðlag í útsetningu eftir Jón Ásgeirsson. Einsöngvarakórinn syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jón Ásgeirsson stjórnar.
Hljóðritun gerð fyrir Ríkisútvarpið, (Þjóðlagakvöld) 1994.
Ísland. Þjóðlag í útsetningu eftir Jón Ásgeirsson, sungið við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Einsöngvarakórinn syngur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, Jón Ásgeirsson stjórnar.
Hljóðritun gerð fyrir Ríkisútvarpið, (Þjóðlagakvöld) 1994.
Hvað er svo glatt. Lag eftir C.E.F. Weyse. Ljóðið orti Jónas Hallgrímsson.
Flytjendur eru tónlistarhópurinn Gadus Morhua sem er svo skipaður: Björk Nielsdóttir, langspil; Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, barokkselló, söngur; Eyjólfur Eyjólfsson, þverflauta.
Hljóðritun gerð fyrir Ríkisútvarpið: "Fjárlögin í fínum fötum" 2023.
Bjarmar aftur, lag eftir Tómas Guðna Eggertsson við ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur. Sigríður Thorlacius syngur ásamt félögum úr Schola Cantorum, Davíð Þór Jónsson leikur á píanó og Þórður Högnason á kontrabassa. Hljóðritað 2017.