Tónleikakvöld

Tónleikar til heiðurs flautuleikaranum Emmanuel Pahud, handhafa Léonie Sonning verðlaunanna 2024 - fyrri hluti

Hljóðritun frá hátíðartónleikum sem fram fóru í Tónlistarhúsinu í Óðinsvéum, 30. maí sl. þegar svissneska flautuleikaranum, Emmanuel Pahud, voru veitt Léonie Sonning verðlaunin. Fyrri hluti.

Á efnisskrá:

*Ms Ephemeris Abyss fyrir sjö altflautur eftir Báru Gísladóttur frumflutningur.

*Lazy Venus Syndrome fyrir einleiksflautu eftir Báru Gísladóttur frumflutningur.

*Syrinx fyrir flautu eftir Claude Debussy.

*Síðdegi skógarpúkans eftir Claude Debussy.

Flytjendur: Sinfóníuhljómsveitin í Óðinsvéum, flautuseptettinn Viibra og 60 flautuleikarar úr dönskum tónlistarháskólum.

Einleikari: Emmanuel Pahud.

Stjórnandi: Anu Tall.

Umsjón: Guðni Tómasson.

Síðari hluti tónleikanna verður á dagskrá á morgun, 2. október kl. 19.00.

Frumflutt

1. okt. 2024

Aðgengilegt til

31. okt. 2024
Tónleikakvöld

Tónleikakvöld

Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.

Þættir

,