ok

Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Bandið sem spilaði blúsinn

7. Þáttur.

Klarinettuleikarinn Woody Herman var með eina mögnuðustu hvítu stórsveit stríðsáranna með Flip Philips og Bill Harris í broddi einleikarafylkingarinna. Hér heyrum við upptökur er hann gerði á Columbiaárum sínum 1945 til 1947. Heit sveifla, blús og ballöður voru á efnisskránni og að sjálfsögðu konsertinn sem Igor Stravinskíj skrifaði fyrir Herman og hljómsveit: The Ebony Concert og Four Brothers eftir Jimmy Giuffre.

Frumflutt

17. júlí 2014

Aðgengilegt til

6. júní 2025
Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.

Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.

Umsjón: Vernharður Linnet

,