ok

Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Píanómeistarinn og stórsveit hans

4. þáttur.

Earl Hines gerði píanóið að nútímadjasshljóðfæri er hann hljóðritaði með Hot Five Louis Armstrongs 1928. Hann stjórnaði líka frábærri stórsveit á millistríðsárunum, sem nú er mörgum gleymd, og undir lokin voru menn á borð við Charlie Parker í sveitinni og söngvarinn Billy Eckstein. Í þessum þætti heyrum við margar bestu hljóðritanir Earl Hines stórsveitarinnar frá 1929 til 1942.

Frumflutt

26. júní 2014

Aðgengilegt til

16. maí 2025
Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Sveiflan sem sigraði heiminn (2014)

Mörg af helstu snilldarverkum stórsveita svingtímans hafa lengi verið ófáanleg , nema í misjöfnum diskaútgáfum ýmissa fyrirtækja, sem hafa nýtt sér að útgáfuréttur rennur út fimmtíu árum eftir hljóðritun, og hafa þá aðeins haft aðgang að útgefnu efni á lakk- og vínýlplötum.

Þetta er önnur þáttaröðin þar sem sótt er í gullkistu Mosaic og hér verður áfram fjallað um stórsveitirnar, einleikarana og söngvarana, sem heilluðu heimsbyggðina á gullaldarárum svingsins og seldu hljómplötur í hundruðum milljóna eintaka.

Umsjón: Vernharður Linnet

,