Súrinn

4. þáttur: Skyrið hennar Bergþóru

Ragnheiður Maísól er velta fyrir sér örverum súrdeigsins og grúska í minjaskrá Þjóðminjasafnsins þegar hún rekst á þrælmerkilegar skyrleifar. Líklega eru þetta elstu varðveittu minjar hér á landi um samstarf mannfólks og örvera í eldhúsinu. Uppfull af forvitni leggst hún í frekari rannsóknir á þessum skyrleifum og fer þá aðeins út af sporinu í leitinni elstu súrdeigsmóður Íslands. En er skyrgerðin okkur Íslendingum í raun ekki það sama og súrdeigsbakstur er sumum öðrum þjóðum?

Í þættinum er rætt við Hrólf Sigurðsson, Sigfús Guðfinnsson, Ármann Guðmundsson, Jón Karl Helgason og Jón Þór Pétursson.

Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.

Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

Frumflutt

29. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Súrinn

Súrinn

Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli elsti súr á Íslandi og hvar er hann finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess komast uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.

Þættir

,