Hulda Geirsdóttir ræddi við Hafnfirðinginn Silju Úlfarsdóttur um krefjandi íþróttaferil sem hófst snemma, leiddi Silju til Bandaríkjanna þar sem hún vann með þjálfara í fremstu röð og gerði hana að einni fremstu frjálsíþróttakonu Íslands. Hún var gríðarlega metnaðarfull og gaf aldrei tommu eftir sem á endanum varð til þess að ferlinum lauk snögglega og fyrr en Silja hefði viljað.
Silja hefur tekist á við fleiri erfið verkefni í lífinu, missi og sorg, meiðsl og málaferli svo eitthvað sé nefnt , en hún leggur áherslu á velferð barna sinna sem hafa líka þurft að takast á við sorg og missi. Fjölskyldan er þó á góðum stað í dag og Silja horfir bjartsýn til framtíðar og íþróttirnar eru aldrei langt undan.