Þema Sunnudagssagna í febrúar er Rauðsokkur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er fyrsti viðmælandi en þær Steiney Skúladóttir ræddu uppvöxtinn í Vogahverfinu, rökræður við matarborðin, misréttið í menntaskóla og af hverju Ingibjörg gekk til liðs við Rauðsokkur. Þær ræða einnig árin sem borgarstjóri, að rísa upp úr erfiðum veikindum og að starfa fyrir UN Women, svo fátt eitt sé nefnt..