Við verðum að tala um Kenny
Sachsi fær loksins að fjalla um hámenntaða lúxussaxófónleikara. Við sökkvum okkur í brjálaðar samsæriskenningar, kynnumst vafasamri fortíð Adolphe Sax og hinum hrokkinhærða, berfætta…
Þeir eru stimamýksti, saxófóndúett landsins, Skafti og Skapti íslenskrar tónlistar en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafa þeir ekki meikað það.
Eða er ástæðan kannski augljós? Af hverju er svo mörgum svona illa við saxófóna? Saxi og Sachsi rannsaka málið.
Umsjón:
Eiríkur Stephensen (Saxi)
Úlfur Eldjárn (Sachsi)