Sankti María, sestu á stein

Áttundi þáttur

Í fyrri hluta þessa þáttar verður fjallað um þrjá dýrlinga sem eiga messudaga um jólaleytið: Stefán frumvott, Jóhannes postula og Tómas erkibiskup. Frá Stefáni segir í Postulasögu Biblíunnar, en hann var grýttur í hel fyrir trú sína skömmu eftir krossfestingu Jesú. Á miðöldum á kirkjan á Melstað í Miðfirði hafa átt líndúk Stefáns, helgan dóm sem kraftaverk fylgdu, en dúkurinn er löngu glataður. Í seinni hluta þáttarins verður fjallað um mikilvægasta dýrlinginn af öllum: sjálfa Maríu guðsmóður. Hún stóð ekki mikið neðar guði almáttugum í huga fólks á miðöldum og enn er hún mikils metin. Fluttir verða gamlir íslenskir söngvar um Maríu, sagt frá þjóðtrú og lesið upp úr þjóðsögum um hana, meðal annars um lúðuna sem gretti sig framan í hana. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir, en lesarar eru Kristján Franklín Magnús og Jórunn Sigurðardóttir

Frumflutt

25. nóv. 2021

Aðgengilegt til

17. ágúst 2024
Sankti María, sestu á stein

Sankti María, sestu á stein

Um hlutverk dýrlinga í íslensku mannlífi fyrr á öldum.

Átta þátta röð um dýrlingatrú á Íslandi á fyrri öldum. Enda þótt reynt væri uppræta tignun dýrlinga hér á landi eftir mótmælendatrú tók við af hinni kaþólsku á 16. öld reyndist dýrlingatrúin furðu lífseig. Jafnvel eftir siðaskipti voru ort og sungin kvæði um dýrlinga, og þeir rötuðu inn í þjóðtrú og þjóðsögur. Í þáttunum verður fjallað um íslenska menningu tengda dýrlingum: tónlist, ljóð, sögur og þjóðtrú. Nokkrar tónsmíðar úr íslenskum fornhandritum voru hljóðritaðar sérstaklega fyrir þættina í flutningi Benedikts Kristjánssonar söngvara. Í fyrsta þætti verður sjónum beint fjórum dýrlingum: Antoníusi, Agnesi, Páli og Brígið, og reynt verður svara ýmsum spurningum, svo sem þessum: Hvaða kraftaverk gerði heilagur Antoníus á Íslandi árið 1417? Af hverju á gefa hröfnum á Pálsmessu? Hver var Flauta-Bríet? Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,