Samfélag og samfélagsmiðlar

Börn og netmiðlar

Mikil umræða er um notkun barna á netmiðlum. Fjölmiðlanefnd og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa rannsakað hvernig börn og unglingar nota miðlana, hvaða tæki og búnað þau eiga og fleira. Skúli B. Geirdal verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd segir frá helstu niðurstöðum þessara rannsókna. Umsjónarmaður: Þorgeir Ólafsson.

Frumflutt

1. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélag og samfélagsmiðlar

Samfélag og samfélagsmiðlar

Í þáttunum er rætt um samfélagsmiðlana út frá mörgum sjónarhornum: Hvað er jákvætt eða neikvætt við þessa miðla, hvaða úrlausnarefni, áskoranir og hugsanlegar hættur stafa af þeim. Komið er inn á hatursorðræðu, öfgahópa, samsæris- og afneitunarsinna, áhrif á kosningar, skautun og traust í samfélaginu. Einnig um áhrif á líðan barna og unglinga, niðurstöður helstu rannsókna um notkun á samfélagsmiðlum og hlutverk fjölmiðla í almannaþágu á tímum upplýsingaóreiðu.

Umsjón: Þorgeir Ólafsson.

Þættir

,