Samfélag og samfélagsmiðlar

Samfélagsmiðlar og lýðræðið

Í þættinum er meðal annars rætt um hvort samfélagsmiðlarnir hafi styrkt eða aukið samfélagsumræðuna og ef svo hvernig? Einnig hvort samfélagsumræðunni og lýðræðinu stafi hætta af samfélagsmiðlunum og hvort reynt hafi verið með tilstuðlan þeirra hafa áhrif á kosningaþátttöku og kosningahegðun fólks. Gestur þáttarins er Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Umsjónarmaður: Þorgeir Ólafsson.

Frumflutt

1. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélag og samfélagsmiðlar

Samfélag og samfélagsmiðlar

Í þáttunum er rætt um samfélagsmiðlana út frá mörgum sjónarhornum: Hvað er jákvætt eða neikvætt við þessa miðla, hvaða úrlausnarefni, áskoranir og hugsanlegar hættur stafa af þeim. Komið er inn á hatursorðræðu, öfgahópa, samsæris- og afneitunarsinna, áhrif á kosningar, skautun og traust í samfélaginu. Einnig um áhrif á líðan barna og unglinga, niðurstöður helstu rannsókna um notkun á samfélagsmiðlum og hlutverk fjölmiðla í almannaþágu á tímum upplýsingaóreiðu.

Umsjón: Þorgeir Ólafsson.

Þættir

,