Skallagrímur og Egill
Í þættinum er rætt við Tryggva Gíslason skólameistara Menntaskólans á Akureyri um viðskipti Skallgríms og Egils Skallagrímssonar við Noregskonunga og lesnir kaflar úr Egilssögu.
Einar Karl Haraldsson ræðir við leika og lærða um fornaldarsögur, heilagra manna sögur, konungasögur, Íslendingasögur, Íslendingaþætti, biskupasögur og fleiri forna texta.
(Áður á dagskrá 1985)