PartyZone - Undir diskókúlunni

Party Zone - Undir diskókúlunni : 12. júlí

Diskókúlan snýst áfram og við rifjum upp tryllt tímabil á dansgólfunum. Við förum aftur til ársins 1990, rifjum upp topplög PZ listans fyrir 30 árum og 20 árum. Gestur þáttarins er Nökkvi Svavarsson (DJ Nökkvi) sem var einn af forsprökkum Skuggabarsins sem var einn heitasti staður bæjarins í ein 6 ár, einnig myndaði hann dansdúóið Housebuilders með bróður sínum Mána Svavarssyni. Hann rifjar upp skemmtilega tíma og velur fjögur lög sem stóðu uppúr. Dansslagarar fortíðar og Diskóþrennan á sínum stað.

Frumflutt

12. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
PartyZone - Undir diskókúlunni

PartyZone - Undir diskókúlunni

Það eiga allir einhverjar góðar og jafnvel trylltar minningar af dansgólfinu þar sem diskókúlan snýst. Við spilum dansmelli áratuganna og kyndum upp í minningum hlustenda. Við rifjum upp skemmtistaði, ákveðin ár eða gullaldartímabil þar sem dansgólfin voru troðfull af gleði og látum.

Þátturinn geymir dagskrárliði eins og Diskóþrennuna, Dansárið er, Skemmtistað fortíðar og íslenska lagið. Gestur þáttarins fær nafnbótina Veislustjórinn og rifjar upp trylling á dansgólfinu og velur nokkur lög. lokum er kokteill kvöldsins hristur fyrir hlustendur, nokkurra laga syrpa með lögum úr ýmsum áttum.

Umsjón: Kristján Helgi Stefánsson og Helgi Már Bjarnason

Þættir

,