Heilahristingur

Fimmti þáttur - Jólahristingur

Síðasti þáttur fyrir jól og því tilefni er Jólahristingur. Já, jólin koma við sögu í öllum spurningum dagsins á liðin tvö. Innlend jólalög og erlend, jólamyndir, jólatextar, sögulegir atburðir um jól, jóladagatal sjónvarpsins og fleira og fleira jóla. Laufey Haraldsdóttir situr sem gestastjórnandi með Jóhanni Alfreð í þætti dagsins. Liðin tvö eru Húvellingar sem mynda uppistandararnir og handritshöfundarnir Karen Björg Þorsteinsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon en þau mæta liði Margló sem í eru Margrét Erla Maack, fjöllista- og fjölmiðlakona og leikkonan Eygló Hilmarsdóttir.

Frumflutt

18. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Heilahristingur

Heilahristingur

Heilahristingur er léttur og skemmtilegur spurningaþáttur þar sem tvö lið svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Þetta misserið mun nýr gestaspyrill vikunnar sitja með Jóhanni Alfreð um hverja helgi og ákveða þemu þáttarins.

Þættir

,