„Hver er ég?“, „hvað er ég?“, „hvaða þýðingu hefur það hver ég er?“, „hvað er þetta ég?“
Allt eru þetta spurningar sem vísa til þess sem kallað er „sjálf“. Í þessum fyrsta þætti er haldið í ferðalag innan huga hvers einstaklings. Hvað eru hugsanir? Hvernig virka hugsanir? Hvað skilgreinir mig frá þér? Hvernig get ég stuðlað að því að mér líði betur í samskiptum við sjálfan mig?
Þáttastjórnandi útskýrir hluta vitundarkenningar franska heimspekingsins Jean-Paul Sartres um sjálfið. Sú kenning leiðir í ljós að sjálf okkar er eins og það er vegna eðlis vitundar okkar. Sjálf okkar er samansafn athafna okkar og byggir á samtali okkar við okkur sjálf.
Í þættinum er rætt við Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing, Ara Eldjárn textasmið og skemmtikraft, Ragnar Bragason leikstjóra og Salvöru Nordal forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Nánari umfjöllun um vitundarkenningu Sartres er að finna á vefsíðunni undurheimspekinnar.wordpress.com
num er rætt við Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðing, Ara Eldjárn textasmið og skemmtikraft, Ragnar Bragason leikstjóra og Salvöru Nordal forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Umsjón: Guðmundur H. Viðarsson, heimspekingur og menningarmiðlari.
(Áður á dagskrá 2014)
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-02-10
Óskar Guðjónsson Tónlistarm., Skúli Sverrisson - Systur.
Elly Vilhjálms - Hvers konar bjálfi er ég?.