Fangar Breta: Bakvið rimlana

3. þáttur: Skipverjarnir á Arctic

Í þættinum er nánar fjallað um skipverjana á Arctic, sem allir voru handteknir vegna aðstoðar tveggja í áhöfninni við veðurskeytasendingar til Þjóðverja. Skipverjar þurftu þola barsmíðar og aðrar líkamlegar og andlegar pyndingar sem höfðu alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Viðmælendur þáttarins: Guðni Th. Jóhannesson, Margrét Valdimarsdóttir og Gísli Jökull Gíslason.

Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Handrit: Sindri Freysson.

Tónlist í þáttunum: Sigurður Helgi Pálmason.

Frumflutt

21. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fangar Breta: Bakvið rimlana

Fangar Breta: Bakvið rimlana

Í heimildarþáttunum Fangar Breta, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum í janúar á RÚV, er fjallað um þá Íslendinga sem handteknir voru af Bretum í seinni heimsstyrjöld og vistaðir í breskum fangelsum án dóms og laga. Í útvarpsþáttunum Fangar Breta: Bakvið rimlana, er skyggnst enn frekar inn í líf þeirra sem þurftu þola þessar hremmingar og kafað nánar ofan í baksögur fólksins sem flest sat í fangelsi fyrir litlar sem engar sakir.

Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Handrit: Sindri Freysson.

Tónlist úr sjónvarpsþáttum um Fanga Breta: Sigurður Helgi Pálmason.

Þættir

,