Á vit undirdjúpanna

Þrýstingurinn

Fimm ára gamall Marteinn Sindri Jónsson kvikmyndina The Big Blue sem átti eftir breyta lífi hans. Myndin fjallar um fríkafara, sem reyna kafa eins og djúpt og mögulegt er á einum andardrætti, án köfunartækja. Tuttugu árum síðar lærði hann loks kafa.

Marteinn Sindri hefur gert þriggja þátta seríu um fríköfun fyrir Útvarpsleikhúsið.

Í þessum þætti:

Fríkafarinn Sarah Campbell liggur á bakinu og undirbýr sig undir kafa niður á 104 metra í einum andardrætti. Á meðan fæðist barn.

Rut Guðmundsdóttir ljósmóðir leiðir hlustendur inn í heim barnsins sem ver fyrstu níu mánuðum ævi sinnar á kafi í vatni. Einnig heyrist í Omar Mourad og Duniu Quintero Rosquete á Tenerife en þau starfa bæði við köfunarskólann Apnea Canarias í Radazul. Lundúnabúinn Lev leiðir hlustendur um kaffærða námu á miðhálendi Englands og Fríða Bjarney Jónsdóttir, móðir Marteins Sindra leikur stórt hlutverk í þættinum.

Í þættinum hljómar frumsamin tónlist Báru Gísladóttur tónskálds.

Frumflutt

15. maí 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Á vit undirdjúpanna

Á vit undirdjúpanna

Í þremur heimildaþáttum fyrir Útvarpsleikhús Ríkisútvarpsins er fjallað um djúpköfunaríþrótt sem nefnist fríköfun (e.freediving). Fríkafarar reyna kafa eins djúpt og mögulegt er á einum andardrætti, án köfunartækja.

Eftir því sem fríkafarar köfuðu dýpra á sjötta og sjöunda áratugnum tóku vísindamenn eftir því mannslíkaminn tók miklum breytingum til þess standast þrýsting hafdjúpanna. Líkami kafarans bregst við eins og líkami höfrungs eða annarra sjávarspendýra. Það hægir gífurlega á hjartslætti kafarans (10-20 slög á mínútu), blóðflæði til útlima stöðvast og þess í stað er því beint mikilvægum líffærum auk þess sem miltað seytir súrefnisríku blóði.

Í ljós kom mannslíkaminn er sérhannaður til köfunnar og er ástæðunnar sennilega leita djúpt í þróunarsögu mannsins. Þetta hafa menningarheimar víða um hnöttinn fært sér í nyt í mannkynssögunni - perlukafarar, skutulveiðimenn og stríðsmenn hafa í gegnum söguna kafað í undirjúpin til öðlast frægð og frama, eða einfaldlega salt í grautinn.

Fjallað er um hæfileika mannsins til ögra hafdjúpunum sem munu alltaf koma til með eiga síðasta orðið.

Umsjón: Marteinn Sindri Jónsson.

Tónlist: Bára Gísladóttir.

Þættir

,