Á tónsviðinu

150 ára ártíð tónskáldsins Georges Bizet

Á þessu ári er óperan „Carmen“ eftir Georges Bizet 150 ára gömul, en hún var frumsýnd í París 3. mars 1875. Einnig eru liðin 150 ár frá andláti tónskáldsins. Í tilefni af þessu verður "Carmen" flutt á Óperukvöldi útvarpsins og þátturinn tónsviðinu" verður helgaður Bizet. Þar verða einkum flutt atriði úr öðrum óperum eftir tónskáldið. Byrjað verður á óperunni "Kraftaverkalæknirinn" sem Bizet samdi 18 ára gamall. Það er gamanópera og hefur meðal annars geyma atriði sem kallað er Eggjakökukvartettinn. Einnig verða flutt atriði úr óperunum "Perlukafararnir", "Stúlkan fagra frá Perth" og Djamileh". Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Frumflutt

6. nóv. 2025

Aðgengilegt til

7. feb. 2026
Á tónsviðinu

Á tónsviðinu

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Þættir

,