Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við höldum áfram að velta fyrir okkur hvers sé að vænta af nýjum Bandaríkjaforseta, sem verður settur í embætti eftir tæpa viku. Yfirlýsingar Donalds Trump í alþjóðamálum hafa vakið mikla athygli undanfarið, en við veltum fyrir okkur innanríkismálum með Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi.
Arthur Björgvin Bollason ræddi um þýsk stjórnmál, íslenska ferðaþjónustu í augum Þjóðverja og íslenska listamenn í Þýskalandi.
Ríkisstjórnin ætlar að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Um þetta er fjallað í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Fullyrt er gjarnan að háar fjárhæðir liggi í ógreiddum sköttum hér og þar - við reyndum að slá á umfangið og átta okkur á brotalömunum - Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri var gestur okkar.
Tónlist:
Arngunnur Árnadóttir og Ben Kim - Björt mey og hrein.
Bugge Wesseltoft og Mari Boine - Eadnán bákti (To woman).
Sigurður Flosason og Cathrine Legardh - Fyr og flamme.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fræddumst í dag um foreldrafærninámskeið sem haldið hefur verið í Hafnarfirði í næstum aldafjórðung, frá árinu 2000. Í fyrra sóttu 100 foreldrar námskeiðið þar sem þau fá kennslu og eru þjálfuð í styðjandi leiðum í uppeldishlutverkinu og læra meðal annars að setja börnum sínum skýr mörk á mildan máta. Kolbrún Sigþórsdóttir, verkefnisstjóri PMTO - foreldrafærni í Hafnarfirði, sagði okkur frá þessu námskeiði og þessari PMTO leið í þættinum í dag.
HM í handbolta hefst í dag. Þorkell Sigurbjörnsson kom til okkar í dag ásamt Vigni Stefánssyni, en það muna kannski margir eftir því að Vigni var flogið út á miðju EM móti 2022 af því Bjarki Már Elísson fékk Covid. Vignir spilaði í ótrúlegum sigri á móti Frökkum, en fékk svo sjálfur Covid í mælingu eftir leikinn og spilaði ekki meira á mótinu heldur sat í einangrun á hótelherbergi í Búdapest. Vignir er farinn að lýsa landsleikjum á RÚV og mun verða áberandi í lýsingum okkar á þessu móti. Þeir fóru með okkur yfir mótið og leiki Íslands í þættinum.
Jóhannes Kr. Kristjánssson, rannsóknar- og heimildamyndagerðarmaður sem nú stýrir hinu vinsæla hlaðvarpi Á VETTVANGI, greindist með sykursýki tvö þegar hann var í miklum önnum að vinna heimildarþættina Storm, sem fjallaði um Covid faraldurinn á Íslandi og áhrif hans á samfélagið. Ótal einkenni voru komin fram sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir, eins og tíð þvaglát, fótaóeirð og svitaköst við minnstu áreynslu. Það var ekki fyrr en hann var kominn inn á bráðamóttöku með hjartsláttatruflanir að hann greindist með sjúkdóminn og ákvað í kjölfarið að taka málin í sínar hendur. Hann tók smá skref í einu, minnkaði matarskammtana og byrjaði að hreyfa sig rólega og hefur nú létt sig um um það bil tuttugu og fimm kíló. Helga Arnardóttir ræddi við Jóhannes á Heilsuvaktinni í dag um það hvernig hann snéri við blaðinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Enginn veit / Sigrún Harðardóttir og Oríon (Lennon & McCartney, texti Eysteinn Jónasson)
Blackbird / The Beatles (Lennon & McCartney)
Tico tico / Les Baxter (Les Baxter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Öflug skjálftahrina varð í einni virkustu eldstöð landsins, Bárðarbungu, í morgun og mældist stærsti skjálftinn 5,1. Skjálftarnir eru af völdum kvikuinnskots. Ekki er hægt að spá fyrir um framhaldið. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftavirkninnar.
Utanríkisráðherra Katar segir viðræður um vopnahlé á Gaza á lokametrunum. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, ekkert sé í hendi fyrr en samkomulag hafi verið undirritað.
Í að minnsta kosti þremur tilfellum var utankjörfundaratkvæðum í síðustu alþingiskosningum ekki skilað fyrr en eftir kjördag og þau því ekki talin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla og flutningur á atkvæðum verða tekin til skoðunar segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar.
Donald Trump hefði verið sakfelldur fyrir tilraunir sínar til að snúa við niðurstöðum forsetakosninga 2020 ef hann hefði ekki verið endurkjörinn og rannsókn lögð niður. Þetta er niðurstaða skýrslu sérstaks saksóknara málsins.
Borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nóvember fengu hver hátt í fimm milljónir króna í launagreiðslur um mánaðamótin.
Tillögur starfshóps fyrrverandi orkumálaráðherra um breytingar á rammaáætlun ganga ekki nærri því nógu langt að mati Samorku. Nýr ráðherra orkumála hyggst ekki leggja frumvarp fyrrverandi ráðherra óbreytt fram.
HM í handbolta hefst í dag. Ísland á fyrsta leik eftir tvo daga.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Í ár eru 50 ár liðin frá dauða einræðisherrans Francisco Francos og hefur ríkisstjórn Sósíalistaflokks Spánar skipulagt mikla dagskrá allt árið til að minnast þessa.
Hægri flokkurinn, PP, hefur hins vegar gefið það út að hann muni ekki taka þátt í þessum minningaratburðum og segja forsvarsmenn flokksins að forsætisráðherrann Pedro Sanchez sé með dagskránni að reyna að drepa á dreif umræðu um eigin spillingarmál.
Umræðan um spænsku borgarastyrjöldina og arfleifð Francisco Francos er enn þá mjög heit á Spáni. Þau Hólmfríður Matthíasdóttir og Kristinn R. Ólafsson, sem bæði hafa búið á Spáni í áratugi, ræða þetta mál.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Eru endurskoðendur leiðinlegir? Almenningur virðist að minnsta kosti vera þeirrar skoðunar, ef marka má nýja rannsókn Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík. Og þessi ímyndarkrísa endurskoðenda gæti haft alvarleg áhrif, þar sem nýliðun í faginu er lítil og of fáir endurskoðendur eru útskrifaðir til að anna eftirspurn. Við ræðum við Valdimar Sigurðsson og Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðanda og framkvæmdastjóra félags löggiltra endurskoðenda, um ímynd endurskoðenda, hvað sé til ráða, og hvort innistæða sé fyrir því að endurskoðendur séu taldir leiðinlegir.
En næstu vikur verðum við í samfélaginu með hugann við framtíðina. Í dag kynnum við viðtalsröð þar sem við fáum til okkar alls konar fólk til að ræða um þeirra sýn á framtíðina. Þetta gerum við í samvinnu við Borgarbókasafnið, sem halda svokallað framtíðarfestival í lok mánaðar. Við fáum til okkar Dögg Sigmarsdóttur og Martynu Karólínu Daniel frá Borgarbókasafninu til að ræða þetta.
Um fjórðungur barna er með einhvers konar matvendi eða takmarkað fæðuval. Margir foreldrar hafa talsverðar áhyggjur af matvendni barna sinna, enda fylgir matvendni oft mikil streita og álag. En af hverju eru sum börn matvönd og hvers vegna eldist það oftast af þeim. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, kínískan barna- og heilsusálfræðing og Önnu Sigríði Ólafsdóttur, prófessor í næringafræði um matvendni.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er framundan. Þráinn Hjálmarsson og Gunnhildur Einarsdóttir, sem sjá um listræna stjórn hátíðarinnar ásamt fleirum, segja frá því sem framundan er.
Lagalisti:
Fjord - Gárur
Models of Duration - Duration I
Óútgefið - Mið, tími hinnar forsjálu þagnar viibra - CD Players
Óútgefið - The Factory
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í janúar 1915 birtist í fyrsta sinn í íslensku blaði smásaga eftir Anton Chekhov, Marskálksfrúin. Á næstunni ætlar umsjónarmaður Frjálsra handa að flytja með óreglulegu millibili ýmsar af þeim fyrstu smásögum eftir Chekhov er birtust í íslenskum blöðum, og fara ýmsum orðum um höfundinn og ævi hans. Í þessum þætti verða lesnar sögurnar Vanka litli og Veðmálið, auk Marskálksfrúarinnar.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Píanóleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarann Óskar Guðjónsson þarf vart að kynna fyrir hlustendum. Leiðir þessara tveggja listamanna hafa legið saman í gegnum ólík verkefni en nú í vetur gáfu þeir saman út plötuna Fermented Friendship þar sem afrakstur samtals þeirra fær að njóta sín. Við heyrum af samstarfinu í þætti dagsins, og einnig vináttunni sem gerjaðist í sköpunarferlinu.
Einnig kynnum við okkur Ljósmyndahátið Íslands í þætti dagsins en hún hefst næstkomandi föstudag með sýningunni Veðrun í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Rætt er við formann FÍSL, Maríu Kjartansdóttur.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Tæknibransinn í Bandaríkjunum hefur flykkt sér á bakvið við Donald Trump að undanförnu. Margir áhrifamenn í Kísildalnum lýstu yfir stuðningi við hann í aðdraganda kosninganna en þeir sem ekki þorðu að veðja á Trump hafa reynt að bæta honum það upp eftir að hann var kosinn með fjárframlögum og yfirlýsingum sem ættu að gleðja forsetann verðandi og vini hans. Forstjóri Meta, Mark Zuckerberg, hefur kannski gengið hvað lengst í slíku daðri. Hann ætlar að hætta ritstkoðun á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum sínum, leyfa fólki að segja hvað það vill um innflytjenda- og kynjamál. Hann ætlar hætta meðvituðum aðgerðum til að stuðla að fjölbreytileika í ráðningum fyrirtækisins og hefur fengið góðvin Trumps, UFC slagsmála-íþróttamógúlinn Dana White inn í stjórn fyrirtækisins. Um helgina mætti hann í 3 tíma langt viðtal til Joe Rogan þar sem hann teiknaði sig upp sem fórnarlamb ríkisstjórnar Joe Biden. Tryggvi Freyr Elínarson, hjá Datera, fer yfir stöðuna.
Það er fullt tungl. Við fáum til okkar tvo stjörnuspekina, þau Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Öldu Villiljós, til þess að rýna nánar í núverandi tungl. Þau segja okkur einnig frá breytingum á himintunglum þetta árið, stórar og miklar breytingar sem stjörnuspekingar telja munu hafa töluverð samfélagsleg áhrif. Samtalið fer að um víðan völl og endar í óvæntri átt. Eða kannski ekki svo óvæntri, hugleiðingum um tilgang lífsins. Tungl og tilgangur, tvö náskyld fyrirbæri. Meira um það í lok þáttar.
Didda Flygenring reynir svo að ímynda sér áþreifanleika internetsins.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Búið er að ryðja öllum helstu hindrunum úr vegi og minna ber í milli nú en nokkru sinni fyrr. Þetta segir Majad al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Katar og lykilmaður í viðræðum þar sem reynt hefur verið mánuðum saman - og árangurslaust - að fá fulltrúa Ísraelsstjórnar og Hamas til að koma sér saman um vopnahlé.
Freysteinn Sigmundsson segir að ekki sé hægt að anda léttar þó að hætt sé að skjálfa í Bárðarbungu í bili. Rétt sé að búa sig undir að það gjósi. Hrinan í dag minni um margt á aðdraganda gosanna í Gjálp 1996 og í Holuhrauni 2014.
Ævintýrið um Öskubusku er mörg hundruð, jafnvel þúsund ára gömul þjóðsaga sem er til í óteljandi útgáfum um allan heim. Í þessum þáttum fáum við að kynnast hinum Öskubuskunum, sem margar hverjar eiga sér myrkari hliðar en Disney Öskubuskan sem í hugum margra er hin eina sanna Öskubuska. Við ferðumst fram og til baka í tíma og rúmi með það að markmiði að gera góða sögu enn betri og kannski hræða okkur dálítið inn á milli með drungalegum tilbrigðum sögunnar.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Elstu rituðu útgáfu Öskubusku ævintýrisins í Evrópu er að finna í Ævintýrasafninu Pentamerone sem ítalinn Giambattista Basile gaf út árið 1634. Við kynnumst stúlku að nafni Zezolla sem uppnefnd var Cenerentola, en cenere þýðir aska á ítölsku. Óhugnanlegir atburðir koma við sögu í þessu ævintýri og þess vegna er mælt með því að ung börn hlusti með fullorðnum.
Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá lokaumferð kórakeppni EBU, Let the Peoples Sing , Þjóðirnar syngja, sem fram fór 6. október sl.
Fram koma:
*Barnakór Búlgarska útvarpsins.
*Sönghópurinn incantanti frá Sviss.
*Stúlknakór Kaupmannahafnar.
*Chorus Iucundus frá Finnlandi.
*Encore kammerkórinn frá Eistlandi.
*Kvennakórinn KYN frá Finnlandi.
*Háskólakórinn Juventus frá Lettlandi.
*Hägersten A Cappella kórinn frá Svíþjóð.
Umsjón: Ása Briem.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Eru endurskoðendur leiðinlegir? Almenningur virðist að minnsta kosti vera þeirrar skoðunar, ef marka má nýja rannsókn Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík. Og þessi ímyndarkrísa endurskoðenda gæti haft alvarleg áhrif, þar sem nýliðun í faginu er lítil og of fáir endurskoðendur eru útskrifaðir til að anna eftirspurn. Við ræðum við Valdimar Sigurðsson og Unnar Friðrik Pálsson, endurskoðanda og framkvæmdastjóra félags löggiltra endurskoðenda, um ímynd endurskoðenda, hvað sé til ráða, og hvort innistæða sé fyrir því að endurskoðendur séu taldir leiðinlegir.
En næstu vikur verðum við í samfélaginu með hugann við framtíðina. Í dag kynnum við viðtalsröð þar sem við fáum til okkar alls konar fólk til að ræða um þeirra sýn á framtíðina. Þetta gerum við í samvinnu við Borgarbókasafnið, sem halda svokallað framtíðarfestival í lok mánaðar. Við fáum til okkar Dögg Sigmarsdóttur og Martynu Karólínu Daniel frá Borgarbókasafninu til að ræða þetta.
Um fjórðungur barna er með einhvers konar matvendi eða takmarkað fæðuval. Margir foreldrar hafa talsverðar áhyggjur af matvendni barna sinna, enda fylgir matvendni oft mikil streita og álag. En af hverju eru sum börn matvönd og hvers vegna eldist það oftast af þeim. Arnhildur Hálfdánardóttir ræðir við Sigrúnu Þorsteinsdóttur, kínískan barna- og heilsusálfræðing og Önnu Sigríði Ólafsdóttur, prófessor í næringafræði um matvendni.
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Við fræddumst í dag um foreldrafærninámskeið sem haldið hefur verið í Hafnarfirði í næstum aldafjórðung, frá árinu 2000. Í fyrra sóttu 100 foreldrar námskeiðið þar sem þau fá kennslu og eru þjálfuð í styðjandi leiðum í uppeldishlutverkinu og læra meðal annars að setja börnum sínum skýr mörk á mildan máta. Kolbrún Sigþórsdóttir, verkefnisstjóri PMTO - foreldrafærni í Hafnarfirði, sagði okkur frá þessu námskeiði og þessari PMTO leið í þættinum í dag.
HM í handbolta hefst í dag. Þorkell Sigurbjörnsson kom til okkar í dag ásamt Vigni Stefánssyni, en það muna kannski margir eftir því að Vigni var flogið út á miðju EM móti 2022 af því Bjarki Már Elísson fékk Covid. Vignir spilaði í ótrúlegum sigri á móti Frökkum, en fékk svo sjálfur Covid í mælingu eftir leikinn og spilaði ekki meira á mótinu heldur sat í einangrun á hótelherbergi í Búdapest. Vignir er farinn að lýsa landsleikjum á RÚV og mun verða áberandi í lýsingum okkar á þessu móti. Þeir fóru með okkur yfir mótið og leiki Íslands í þættinum.
Jóhannes Kr. Kristjánssson, rannsóknar- og heimildamyndagerðarmaður sem nú stýrir hinu vinsæla hlaðvarpi Á VETTVANGI, greindist með sykursýki tvö þegar hann var í miklum önnum að vinna heimildarþættina Storm, sem fjallaði um Covid faraldurinn á Íslandi og áhrif hans á samfélagið. Ótal einkenni voru komin fram sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir, eins og tíð þvaglát, fótaóeirð og svitaköst við minnstu áreynslu. Það var ekki fyrr en hann var kominn inn á bráðamóttöku með hjartsláttatruflanir að hann greindist með sjúkdóminn og ákvað í kjölfarið að taka málin í sínar hendur. Hann tók smá skref í einu, minnkaði matarskammtana og byrjaði að hreyfa sig rólega og hefur nú létt sig um um það bil tuttugu og fimm kíló. Helga Arnardóttir ræddi við Jóhannes á Heilsuvaktinni í dag um það hvernig hann snéri við blaðinu.
Tónlist í þættinum í dag:
Enginn veit / Sigrún Harðardóttir og Oríon (Lennon & McCartney, texti Eysteinn Jónasson)
Blackbird / The Beatles (Lennon & McCartney)
Tico tico / Les Baxter (Les Baxter)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson, Lóa Björk Björnsdóttir og Anna Gyða Sigurgísladóttir.
Tæknibransinn í Bandaríkjunum hefur flykkt sér á bakvið við Donald Trump að undanförnu. Margir áhrifamenn í Kísildalnum lýstu yfir stuðningi við hann í aðdraganda kosninganna en þeir sem ekki þorðu að veðja á Trump hafa reynt að bæta honum það upp eftir að hann var kosinn með fjárframlögum og yfirlýsingum sem ættu að gleðja forsetann verðandi og vini hans. Forstjóri Meta, Mark Zuckerberg, hefur kannski gengið hvað lengst í slíku daðri. Hann ætlar að hætta ritstkoðun á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum sínum, leyfa fólki að segja hvað það vill um innflytjenda- og kynjamál. Hann ætlar hætta meðvituðum aðgerðum til að stuðla að fjölbreytileika í ráðningum fyrirtækisins og hefur fengið góðvin Trumps, UFC slagsmála-íþróttamógúlinn Dana White inn í stjórn fyrirtækisins. Um helgina mætti hann í 3 tíma langt viðtal til Joe Rogan þar sem hann teiknaði sig upp sem fórnarlamb ríkisstjórnar Joe Biden. Tryggvi Freyr Elínarson, hjá Datera, fer yfir stöðuna.
Það er fullt tungl. Við fáum til okkar tvo stjörnuspekina, þau Kristínu Önnu Valtýsdóttur og Öldu Villiljós, til þess að rýna nánar í núverandi tungl. Þau segja okkur einnig frá breytingum á himintunglum þetta árið, stórar og miklar breytingar sem stjörnuspekingar telja munu hafa töluverð samfélagsleg áhrif. Samtalið fer að um víðan völl og endar í óvæntri átt. Eða kannski ekki svo óvæntri, hugleiðingum um tilgang lífsins. Tungl og tilgangur, tvö náskyld fyrirbæri. Meira um það í lok þáttar.
Didda Flygenring reynir svo að ímynda sér áþreifanleika internetsins.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður og mannfræðingur, verður gestur okkar í upphafi þáttar en hann skrifaði ítarlega úttekt á vef RÚV í gær þar sem spurt var hvort of margir erlendir leikmenn væru í íslenskum félagsliðum.
Við ræðum um flugvöllinn og tilvist hans við Martin Swift og Margréti Möndu Jónsdóttur meðlimi í samtökunum Hljóðmörk.
2024 er hlýjasta ár síðan mælingar hófust. Það er enn fremur fyrsta árið þar sem meðalhiti er meira en 1,5° hærri en hann var fyrir iðnbyltingu. Anna Hulda Ólafsdóttir skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar kemur til okkar.
Í gær var greint frá því að tjón hefði orðið á yfir tuttugu bifreiðum vegna hola í höfuðborginni. Við ræðum þau mál við Árna Friðleifsson, aðalvarðstjóra í umferðardeild lögreglunnar.
Kröftug jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu upp úr klukkan 6 í morgun. Hrinan líkist þeim sem verða við kvikuinnskot að sögn náttúruvársérfræðings. Það sé þó erfitt að staðfesta það á þessum tímapunkti. Við tökum stöðuna með Magnúsi Tuma Guðmundssyni prófessor í jarðeðlisfræði.
Guðmundur Jóhannsson, tæknispekúlant Morgunútvarpsins.
Við ræðum stöðuna í stjórnmálunum við Örnu Láru Jónsdóttur, þingmann Samfylkingar, og Þorgrím Sigmundsson, þingmann Miðflokksins.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Lauflétt lög við vinnuna, Plata vikunnar, HM í handbolta og Einsmellungar og Smellaeltar, Smartbandið - Lalíf.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-01-14
GUS GUS - Ladyshave.
Á móti sól - Okkur líður samt vel.
Lacey, Yazmin - The Feels.
Marvin Gaye - Sexual Healing.
Bríet - Hann er ekki þú.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Battery Brain.
Supertramp - Breakfast in America.
Adu, Sade - Young Lion.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
GÓSS - Kossar án vara.
Grace Jones - La vie en rose.
Perez, Gigi - Sailor Song.
ÁRNÝ MARGRÉT - I went outside.
Supremes, The, Ross, Diana - My world is empty without you.
TOM ODELL - Real Love.
MÍNUS - The Long Face.
STUÐMENN - Látum Það Vera.
SPORTRÁSIN - UPPHASSTEF SPORTRÁS.
KC AND THE SUNSHINE BAND - Shake, shake, shake.
Hreimur - Þú birtist mér aftur.
GEORGE MICHAEL - Somebody to love (Live).
Lifun - Hörku Djöfuls Fanta Ást.
P.M. DAWN - Set adrift on memory bliss.
Coldplay - ALL MY LOVE.
TRÚBROT - To Be Grateful.
THE NEIGHBOURHOOD - Sweater Weather.
Nýdönsk - Hálka lífsins.
PÍS OF KEIK - Fiðrildi og ljón.
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
Agent Fresco - Howls.
Einar Lövdahl - Um mann sem móðgast.
Foster The People - Pumped up kicks.
Fríða Dís Guðmundsdóttir - Must take this road.
Bríet - Takk fyrir allt.
EMMSJÉ GAUTI & HELGI SÆMUNDUR - Tossi.
Floni - Yfir borgina.
Young, Lola - Messy.
PIXIES - Isla de Encanta.
Milkywhale - Breathe In.
HJÁLMAR - Til Þín.
Einsmellungar og smellaeltar (One hit wonders) - Smartbandið og lagið Lalíf
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Öflug skjálftahrina varð í einni virkustu eldstöð landsins, Bárðarbungu, í morgun og mældist stærsti skjálftinn 5,1. Skjálftarnir eru af völdum kvikuinnskots. Ekki er hægt að spá fyrir um framhaldið. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna skjálftavirkninnar.
Utanríkisráðherra Katar segir viðræður um vopnahlé á Gaza á lokametrunum. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, ekkert sé í hendi fyrr en samkomulag hafi verið undirritað.
Í að minnsta kosti þremur tilfellum var utankjörfundaratkvæðum í síðustu alþingiskosningum ekki skilað fyrr en eftir kjördag og þau því ekki talin. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla og flutningur á atkvæðum verða tekin til skoðunar segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar.
Donald Trump hefði verið sakfelldur fyrir tilraunir sínar til að snúa við niðurstöðum forsetakosninga 2020 ef hann hefði ekki verið endurkjörinn og rannsókn lögð niður. Þetta er niðurstaða skýrslu sérstaks saksóknara málsins.
Borgarfulltrúar sem kjörnir voru á þing í nóvember fengu hver hátt í fimm milljónir króna í launagreiðslur um mánaðamótin.
Tillögur starfshóps fyrrverandi orkumálaráðherra um breytingar á rammaáætlun ganga ekki nærri því nógu langt að mati Samorku. Nýr ráðherra orkumála hyggst ekki leggja frumvarp fyrrverandi ráðherra óbreytt fram.
HM í handbolta hefst í dag. Ísland á fyrsta leik eftir tvo daga.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Lovísa Rut stýrði þætti dagsins og það var nóg um að vera. Póstkassinn var opnaður upp á gátt og plata vikunnar, Floni 3 á sínum stað. Siggi og Lovísa hituðu upp fyrir tónlistarhátíðina Eurosonic sem hefst á morgun en Siggi verður á staðnum.
AMABADAMA - HossaHossa.
Kravitz, Lenny - Honey.
Steely Dan - Peg.
Abrams, Gracie - That's So True.
COLDPLAY - Talk.
MAZZY STAR - Fade Into You.
Brian Jonestown Massacre, The - Anemone.
Oyama - Silhouettes.
LAY LOW - Please Don?t Hate Me.
Celeste - This Is Who I Am.
Floni - Engill.
Floni - Svartklæddir.
Addison Rae - Diet Pepsi.
Gísli Pálmi - Svartklæddir.
Fontaines D.C. - Favourite.
VAN MORRISON - Brown Eyed Girl.
Teitur Magnússon - Barn.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?.
T REX - Get it on.
Kaktus Einarsson - Lobster Coda.
Árný Margrét - Day Old Thoughts.
CMAT - Stay For Something.
Kaktus Einarsson - Gumbri.
Sunna Margrét - Come With Me.
Supersport! - Gráta smá.
Logi Pedro Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson, Bríet - Íslenski draumurinn.
Lacey, Yazmin - The Feels.
Dina Ögon - Mormor.
LEAVES - Parade.
FLOTT - Hún ógnar mér.
RÓSÍN MURPHY - Murphy's Law.
GERRY RAFFERTY - Baker Street.
Auður - Peningar, peningar, peningar.
Ágúst Þór Brynjarsson - Með þig á heilanum.
WET LEG - Ur Mum.
MJ LENDERMAN - Wristwatch.
DIDO - White Flag.
ZACH BRYAN - This World's A Giant.
GUÐMUNDUR PÉTURSSON - Battery Brain.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Vopnahlé á Gaza er líklegra en nokkru sinni fyrr, að sögn stjórnvalda í Katar. Viðræður hafa staðið í Doha, höfuðborg Katar, í morgun og meiri bjartsýni er ríkjandi en oft áður. Og hingað kom Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fréttamaður en hún hefur fylgst með þessu máli.
HM í handbolta hefst í dag en fyrsta viðureignin fer fram núna klukkan 17 þegar Frakkar og Katarar takast á og verður leikurinn sýndur í beinni á RÚV. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafrétamaður kemur til okkar á eftir
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir áríðandi að innlendri greiðslumiðlun verði komið upp á Íslandi og að í raun sé það þjóðaröryggismál. Við ræddum þetta við Breka.
Í nýrri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag rekur Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalsshrepps áhyggjur sínar varðandi það að hvorki hafi gengið að byggja upp heilbrigðisþjónustu né löggæslu á Suðurlandi og mikið skortir á að fjárfest sé í samgönguinnviðum. Einar hefur áður tjáð sig um þessi mál og stutt er síðan rafmagn fór af á svæðinu og langur tími leið þar til varafl tók við sem ógnaði öryggi íbúa á svæðinu. Við heyrðum í Einari í þættinum.
Hera Björk mun koma fram á 13 tónleikum í Ástralíu núna í janúar og febrúar. Hún lagði af stað í þessa miklu reisu og er stödd í Frankfurt þar sem hún millilenti áður en hún heldur lengra og við heyrðum í henni og spurðum hana útí þetta mikla ævintýri sem framundan er.
Það er fátt sem minnir okkur á vorið þessa dagana en Garðyrkjufélagið ætlar að gera allt sitt til að breyta þeim þankagangi því í kvöld ætla þau að láta okkur dreyma um vorið og fara yfir hvað við getum gert skemmtilegt á árinu. Guðríður Helgadóttir eða Gurrý í garðinum var á línunni hjá okkur og sagði okkur frá því hvernig við trekkjum okkur í gang í huganum og hugsum um garðyrkjustörfin.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Búið er að ryðja öllum helstu hindrunum úr vegi og minna ber í milli nú en nokkru sinni fyrr. Þetta segir Majad al-Ansari, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Katar og lykilmaður í viðræðum þar sem reynt hefur verið mánuðum saman - og árangurslaust - að fá fulltrúa Ísraelsstjórnar og Hamas til að koma sér saman um vopnahlé.
Freysteinn Sigmundsson segir að ekki sé hægt að anda léttar þó að hætt sé að skjálfa í Bárðarbungu í bili. Rétt sé að búa sig undir að það gjósi. Hrinan í dag minni um margt á aðdraganda gosanna í Gjálp 1996 og í Holuhrauni 2014.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Kvöldvaktin var fjölbreytt að vanda, nóg af nýrri tónlist eins og Pylsa með Hermigervil, nýtt með Mono Neon og fleiri. Í síðari hluta þáttarins kom hann Benedikt Freyr Jónsson í heimsókn eða Benni B Ruff eins og hann er kallaður en hann er að halda tónleika með Talib Kweli í Gamla Bíó þann 13. Febrúar. Við fórum yfir nokkur uppáhalds lög Benna og ræddum um hip hop og lífið.
Spiluð lög:
Rebekka Blöndal & Moses Hightower - Hvað þú vilt
Billy Strings - Gild the lily
Júníus Meyvant - When you touch the sky
Lana Del Rey - Take me home, Country Roads
Σtella - Adagio
Kristberg - From the Shore
Greg Spero - Coin´s edge
Kolinga - Mama ( don´t let me )
Thee Sacred Souls - Live for you
Lubiana - Farafina Mousso
Dr. Gunni - Öll Slökkvitækin
Ísadóra Bjarkardóttir Barney - Stærra
Lenny Kravitz - Honey
Tom Misch - Falling for you
Sade - Young lion
Helena deland, Hildegard & Ouri - Pour your heart out
Yazmin Lacey - The Feels
MonoNeon - Carry my love ( That´s a memory I´ll take)
Celeste - Both sides of the moon
Mighty Tiny & The Many Few - Good Foot
Maggie Rogers - In the living room
Yochen & Lars - Dauw
Munya - The only one
Hermigervill - Pylsa
Polo and Pan feat Metronomy - Disco Nap
Milkywhale - Breathe In
A Tribe Called Quest - Busta´s Lament
Black Star - Thieves in the night
Erykah Badu - Didn´t Cha Know
Outkast - Jazzy Belle
Lootpack - Hityawitdat
Doechii - Death Roll
Saint Pete & Herra Hnetusmjör - Tala minn skít
Talib Kweli - Get by
DJ Shadow - Organ Donor
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
***Hljómsveitin Skálmöld hélt tónleika í Eldborg í Hörpu í nóvember þrjú kvöd í röð þar sem þeir strákarnir spiluðu öll lögin af öllum sex plötunum sem hljómsveitin hefur gefið út. Þetta gekk allt upp hjá Þeim. Hugmyndin fæddist á bar í útlöndum eftir vel heppnaða tónleika og var svo framkvæmd. Þetta var mikið þrekvirki sem kallaði á miklar æfingar og sum lögin höfðu aldrei verið spiluð á tónleikum. Núna ætlar Skálmöld að spila brot af þvi besta frá þessum Eldborgartónleikum á tvennum tónleikum í Hofi á Akureyri í byrjun febrúar og þeir eru gestir Rokklands í seinni hlutanum þeir Jón Geir trommari og Þráinn Árni gítarleikari.
***Stína Ágústsdóttir er úr vesturbænum í Reykjavík, hún dansaði mikið og söng þegar hún var stelpa, en lærði svo verkfærði, stofnaði hugbúnaðarfyrirtæki í London eftir nám, girftist svo manni úr Grindavík, flutti með honum til Kanada, svo til Stokkhólms þar sem þau búa í dag og Stína er enn að syngja og dansa. Hún sendi frá sér plötuna Your Unfaithfully í haust, en þar eru með henni flottir gaurar – þrír íslenskir - Mikael Máni Ásmundsson – Magnús Jóhann – Magnús Trygvason Eliassen og einn Svíi – Henrik Linder. Stína heimsótti Rokkland í vikunni sem leið áður en hún tók flugið heim til Svíþjóðar eftir áramót með fjölskyldunni á íslandi.
En við byrjum á smá led Zeppelin.