18:00
Kvöldfréttir útvarps
Fjöldi í haldi vegna rannsóknar á andláti, stefnumótun um öryggis- og varnarmál flýtt, aldrei meiri kvika undir Svartsengi
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Minnst fimm eru í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti manns.

Utanríkisráðherra hyggst flýta stefnumótun í öryggis- og varnarmálum Ísland og styrkja varnarviðbragð Íslands. Stefnan verður mótuð í þverpólitísku samstarfi flokka á Alþingi.

Ekki hefur mælst meiri kvika undir Svartsengi frá því goshrinan hófst á Reykjanesskaga. Næsta gos gæti orðið það stærsta á Sundhnúksgígaröðinni, stærra en gosið í ágúst í fyrra.

Breska lögreglan hefur handtekið tæplega sextugan karlmann sem er grunaður um vítavert gáleysi og manndráp, í tengslum við ásiglingu á Norðursjó í gær.

Barnamálaráðherra segir að húsnæðið að Háholti sé óhentugt sem meðferðarheimili fyrir börn með fjölþættan vanda. Hún hafnar því að ráðuneytið hafi ekki kynnt sér aðstöðuna áður en úrræðinu var hafnað.

Er aðgengilegt til 11. mars 2026.
Lengd: 10 mín.
,