20:35
Samfélagið
Slys á hafi úti, hvítleiki og sjúkdómar
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Við ætlum að fjalla um það hvernig Landhelgisgæsla Íslands bregst við skipsbrunum, árekstrum skipa á hafi úti og alvarlegum umhverfisslysum. Í gær sigldi portúgalska flutningaskipið Solong á bandaríska olíuskipið Stena Immaculate, sem lá fyrir akkeri í Norðursjó, 16 kílómetra úti fyrir höfninni í Hull. Bæði skipin standa í ljósum lögum. Mikið magn flugvélaeldsneytis lekur í sjóinn og til að bæta gráu ofan á svart er óttast að þangað berist líka baneitrað natríumblásýrusalt. Þetta hefði allt eins getað gerst innan björgunar- og leitarsvæðis Landhelgisgæslu Íslands og hvað þá? Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri Aðgerðarsviðs Landhelgisgæslu Íslands, kemur til okkar og ræðir þessi mál.

Síðan ætlum við að flytja tvö viðtöl sem við tókum á hugvísindaþingi í Háskóla Íslands síðasta föstudag, við Toby Erik Wikström og Svövu Sigurðardóttur.

Og að lokum fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi og pistlahöfundi.

Tónlist úr þættinum.

PAUL SIMON - Graceland.

Tutu - Qulliit.

GDRN - Vorið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,