19:00
Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár
Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár - 1. þáttur
Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár

Bjarki Sveinbjörnsson fer yfir yfir sögu hljómsveitarinnar og rekur meðal annars hvað aðalhljómsveitarstjórar hennar höfðu að leiðarljósi við störf sín.

Sagt er frá upphafi starfsemi hljóðfæraflokka sem kalla má hljómsveit á Íslandi fram að stofnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands 1950. Sagt frá fyrstu íslensku hljóðfæra- og söngnemendum við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Fjallað um ráðningu og starf fyrsta aðal hljómsveitarstjórans, Olavs Kielland frá Noregi. Leikið stutt brot úr útvarpsþætti úr norska útvarpinu þar sem rödd Olavs heyrist og einnig stutt brot úr vitali við Monicu Kielland, dóttur hljómsveitarstjórans frá árinu 2000.

Í þættinum verður leikin hljóðritun frá fystu tónleikum sveitarinnar undir stjórn Róberts A. Ottóssonar - Egmond forleikurinn eftir Beethoven og 7 rúmernskir dansar eftir Béla Bartók. Þá leikið sönglag eftir Olav í flutningi hans og eiginkonu hans, Agnesar Kielland í hljóðritun hjá RÚV frá árinu 1952.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 56 mín.
,