07:03
Morgunútvarpið
31. okt - Stjórnmál, Bandaríkin og flóð
Morgunútvarpið

Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, verður gestur okkar í upphafi þáttar en frestur til að skila inn framboðslistum rennur út á hádegi í dag.

Við ræðum síðan við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um stöðu flokkanna og ný nöfn á listum.

Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, vakti nokkra athygli í gær þegar hann greindi frá vilja flokks síns um að setja á vaxtaþak á viðskiptabankana. Við ætlum að rýna í þá hugmynd með Arnaldi Sölva Kristjánssyni, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur og sérfræðingur í málefnum Bandaríkjanna, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum kosningarnar vestanhafs.

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir á Spáni. Að minnsta kosti 95 hafa látist í flóðunum í Valencia-héraðinu í austurhluta Spánar. Erla María Huttun­en sem býr á svæðinu verður á línunni.

Við ræðum hrekkjavökuna við þjóðfræðinginn Terry Gunnell.

Í kvöldfréttum í gær var fjallað um úrræðaleysi eftir fangelsisvist og bréf sem fangelsismálastofnun sendi ráðuneytum og Reykjavíkurborg varðandi fanga sem stofnunin taldi hættuleg og þyrftu frekari stuðning eftir afplánun. Við ætlum að ræða þessi mál og málefni fanga með fjölþættan vanda við Margréti Valdimarsdóttur, dósent í afbrotafræði, og Grím Atlason, framkvæmdastjóra Geðhjálpar.

Er aðgengilegt til 31. október 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.
,