Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson ræddi um stríð, - sem stundum eru kölluð gleymdu stríðin, þau í Kongó og Súdan. Stefán Jón Hafstein ræddi þau við Boga.
Hornfirðingar búa sig undir að taka á móti góðum gestum eftir tæpar tvær vikur; það er von á forsetahjónunum í opinbera heimsókn. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn hjónanna innanlands. Við slógum á þráðinn til Eyrúnar Fríðu Árnadóttur, formanns bæjarráðs Hornafjarðar, og forvitnuðumst um undirbúning og fleira.
Í síðasta hluta þáttarins ræddum við um byggingararf og mikilvægi þess að vernda og varðveita menninguna sem felst í honum. Hvernig stöndum við okkur í því að varðveita og gera upp gömul hús? María Gísladóttir arkitekt og Sólrún Inga Traustadóttir fornleifafræðingur starfa hjá Minjastofnun og spjölluðu við okkur.
Tónlist:
Dubliners - Whiskey in the jar.
Pops Mohamed - Nigeria.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í dag opnaði meðferðarúrræði Píeta samtakanna á Reyðarfirði. Austurland hefur lengi kallað eftir þjónustu samtakanna, þau eiga fyrir skjól í Reykjavík, á Ísafirði, á Akureyri og á Húsavík, auk hjálparsímans sem þjónustar allt landið allan sólarhringinn árið um kring. Opnað hefur verið fyrir bókanir í viðtöl auk þess verður boðið upp á fjarviðtöl. Píeta samtökin veita auðvitað meðferð fyrir þau sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls. Við heyrðum í Ellen Calmon, framkvæmdastýru samtakanna, og Ragnari Sigurðssyni, formanni fjölskyldunefndar Fjarðarbyggðar, þar sem þau eru stödd á Reyðarfirði við opnunina.
Streita hefur mikil áhrif á líkama okkar og nú síðustu ár hefur komið betur í ljós hvaða áhrif streita og áföll hafa á taugakerfið. EMDR meðferð er sálfræðileg aðferð sem hjálpar til við að vinna úr afleiðingum áfalla og streitu og TRE aðferðin er líkamsmiðuð nálgun sem losar spennu, streitu og verki úr líkamanum. Við töluðum í dag við Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing, meðferðaraðila og handleiðara og Svövu B. Svanhildardóttur, en hún er vottaður TRE leiðbeinandi með sérhæfingu í líkamsmiðaðri nálgun.
Matvælaframleiðsla er einn af stærstu einstöku losnurpóstunum á gróðurhúsalofttegundum og það skiptir miklu máli hvað við veljum að borða, hvaðan það kemur, hvernig við geymum og göngum um matinn og síðast en ekki síst hvort við séum að sóa matnum okkar. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík hefur verið iðinn við að vekja athygli á matarsóun undanfarna áratugi og verið virk í umhverfismálum. Við töluðum við Dóru í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Listen to the music / Doobie Brothers (Tom Johnston)
Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (R. Flanagan, texti Friðrik Erlingsson)
Í skóm af Wennerbóm / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjaforseti boðar tuttugu og fimm prósenta 25% tolla á allar innfluttar vörur frá Evrópusambandinu, það hafi verið stofnað til að rugla í Bandaríkjunum.
Talsmaður Evrópusambandsins segir náið samráð sé við samstarfsríki á borð við Ísland og Noreg, of snemmt sé að segja til um mótaðgerðir.
Hart tollastríð vekur utanríkisráðherra ugg. Hún leggur áherslu á að Ísland standi með öðrum EES-ríkjum.
Forseti Alþýðusambandsins segir sjálfsagt að skoða hvort sambandið geti farið sömu leið og kennarar í næstu samningum. Fleiri eigi útistandandi skuldir hjá viðsemjendum og mörg störf séu vanmetin
Verðbólga er fjögur komma tvö prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Skörp hækkun matvælaverðs vekur helst athygli hagfræðings, sem býst við að stýrivextir verði lækkaðir í næsta mánuði.
Ferðaþjónustubóndi fullyrðir að tillögur um að setja Hamarsvirkjun í verndarflokk byggist á rangfærslum. Virkjunin hafi ekki neikvæð áhrif á ferðaþjónustu heldur jákvæð því auðveldara verði að komast í Hamarsdal. Náttúrverndarsinnar segja að lítil umferð réttlæti ekki fórnina.
Bandaríski stórleikarinn Gene Hackman er látinn, hann var ein skærasta stjarna Hollywood á áttunda og níunda áratugnum. Eiginkona hans fannst einnig látin.
Fram og Stjarnan eru komin í bikarúrslit karla í handbolta. Undanúrslit kvenna eru í kvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Er Reykjavík að verða ljótari borg? Það telja þeir Magnús Skúlason arkitekt og Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði. Freyr Snorrason borgarfræðingur býr við Hlíðarenda og er algjörlega ósammála þeim. Dóra Björt Guðjónsdóttir hjá umhverfis-og skipulagsráði Reykjavíkur vill herða reglur um gæði nýbygginga. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þegar Valgerður Guðmundsdóttir, lektor við Lagadeild Háskólans á Akureyri, starfaði hjá Útlendingastofnun rak hún sig á það að henni fannst erfiðara að heimfæra frásagnir kvenna sem sóttu um alþjóðlega vernd upp á flóttamannshugtakið, eins og það er skilgreint í lögum, en frásagnir karla. Þetta varð kveikjan að doktorsrannsókn sem hún lauk við nýverið. Við ræðum við Valgerði um stöðu kvenkyns hælisleitenda, það hvernig lögfræðingar sem fara yfir umsóknir þeirra nálgast sannleikann og hvað sé til ráða til að uppræta skekkjur í kerfinu.
Við fáum pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi - hann er með hugann við textílpokafjöll við söfnunargáma já og bara textíl almennt.
Tónlist og stef í þættinum:
PRINSPÓLÓ - Hamstra sjarma.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
UB40 - Many rivers to cross (80).
Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Ævisagnaritarar frægra tónskálda hafa oft mikinn áhuga á ástamálum þeirra, en í tilfelli Franz Schuberts lenda þeir í vandræðum. Schubert giftist aldrei, ekki hefur varðveist ástarbréf frá honum til nokkurrar konu né öruggar heimildir um nokkurt ástarævintýri. Þó eru tvær konur sem talið er að Schubert hafi elskað, Therese Grob og Carolina Esterhazy. Í þættinum verða flutt tónverk eftir Schubert sem tengjast þessum tveimur konum.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir bregður sér á Eyðibýlið með tónlist, bók og einn hlut til viðbótar í farteskinu. Umsjón: Margrét Sigurðardóttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Þegar vísindasagnfræðingurinn og rithöfundurinn Steindór J Erlingsson hlustaði á nýja hljómplötu Inga Bjarna Skúlasonar fylltist hann skyndilega fítonskrafti og lagði í að lesa óhreyft ljóðahandrit sem hann hafði skrifað á myrkum tíma í lífi sínu. Steindór er meðal fjögurra fyrirlesara á málþingi undir yfirskriftinni Bækur og brjáluð fræði, sem fer fram í Norræna húsinu á laugardag. Gunnhildur Una Jónsdóttir, meistaranemi í fötlunarfræði er ein þeirra sem halda utan um málþingið, en hún vinnur að rannsóknum á sviði svokallaðra brjálaðra fræða, fræðasviðs sem er í mótun og fjallar um sögu, menningu, pólitík og baráttumál þeirra sem glíma við andlegar áskoranir. Við tökum á móti þeim Gunnhildi og Steindóri hér rétt á eftir og heyrum nánar af þessu nýja fræðasviði, málþinginu og skrifunum.
Í lok þáttar fáum við líka innsýn inn í líf tveggja tónlistarkvenna sem áttu það sömuleiðis sameiginlegt að glíma við ytri og innri mótstöðu. Tilfinninganæmið gerði tónlistarkonurnar Mary Margaret O'Hara og Lauryn Hill berskjaldaðar fyrir hörku tónlistarbransans, sem mögulega varð til þess að tónlistarferill þeirra varð ekki langur. Í síðasta pistli sínum af fjórum fjallar Jelena Ciric um þær Hill og O´Hara, sem eiga það sameiginlegt að hafa aðeins gefið út eina plötu.
Og um miðbik þáttar rifjum við upp umfjöllun um allt annars konar hljómplötu. Sú er glæný og tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Halla Harðardóttir hitti tónskáldið Guðmund Stein Gunnarsson síðasta haust og ræddi við hann um geislaplötuna Stífluhringurinn, og við rifjum upp þá umfjöllun í þætti dagsins.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir og Halla Harðardóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Óskarsverðlaunin fara fram í Hollywood á sunnudaginn, aðfaranótt mánudagsins á íslenskum tíma. Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur og dagskrárgerðarkona, spáir með okkur í spilin. Verður það Timothée eða Adrien? Demi eða Mikey?
Ein af betri myndunum sem tilnefnd er til Óskarsins (að faglegu mati Lestarinnar) er Conclave en hún fjallar um dauðsfall páfa eða öllu heldur ferlið sem fer af stað þegar páfi deyr: dramatískt og háleynilegt val kardinálanna á nýjum arftaka á bakvið luktar dyr Páfakjörsalarinars undir himneskum loftmálverkum Michelangelos. Við fjöllum ekki beinlínis um páfan hér í þætti dagsins en við fáum til okkar mann sem segir okkur frá pólitík innan kaþólsku kirkjunnar en sjálfur segist hann vera ,,íhaldssamari en páfinn,’’ eins og hann orðar það. Dagur Kári Gnarr fór ungur til Þýskalands, sótti nám hjá reglu bræðralags heilags Péturs til að verða kaþólskur prestur. Hann hætti þó við þá vegferð eftir einhvern tíma. Við heyrum nánar sögu hans hér á eftir
Fréttir
Fréttir
Efling hefur sagt upp kjarasamningi rúmlega tvö þúsund félagsmanna sem starfa á hjúkrunarheimilum á grundvelli forsenduákvæðis um bætta mönnun. Formaður Eflingar segir Eflingarfólk sinna störfum fagfólks á hjúkrunarheimilum, fyrir mun lægri laun.
Aðalhagfræðingur Landsbankans segir nýjar verðbólgutölur afar jákvæðar og telur ekki útilokað að stýrivextir verði lækkaðir um fimmtíu punkta í næsta mánuði.
Álag á fangavörðum landsins er mikið vegna fáliðunar. Fangelsismálastjóri segir stöðuna vera áhyggjuefni fyrir bæði starfsfólk og fanga.
Óvissa ríkir í Vesturbyggð eftir dóm Landsréttar um að eldislax sé ekki sjávarafli.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það vakti furðu og reiði þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti setti fram kröfu um að Úkraínumenn greiddu - eða endurgreiddu - Bandaríkjunum veitta og framtíðar hernaðar- og efnahagsaðstoð með aðgangi að auðlindum landsins að andvirði 500 milljarða dollara, jafnvirði um 70.000 milljarða króna, að öðrum kosti yrði allri aðstoð hætt. Þessi upphæð er miklum mun hærri en verðmæti þeirra úkraínsku auðlinda sem Bandaríkjastjórn gerði kröfu til í samningsdrögum sem þau sendu stjórnvöldum í Kænugarði, og Bresku blöðin Telegraph og Financial Times komust yfir.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa knatthúsið Skessuna af Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH. Bærinn ætlar að leggja auknar skyldur á stóru íþróttafélögin í bænum - bókhald þeirra á að vera opið og gagnsætt.
Langvarandi kjaradeilur hafa sín áhrif í stéttinni, segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það hefur oftar en ekki reynst þeim erfitt að ná samningum og jafnvel verið gripið til þess að setja lög á deilur þeirra en í vetur voru gerðir miðlægir samningar í fyrsta skipti í nærri tíu ár og andinn og líðanin er allt önnur, segir Guðbjörg.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Galdramenn úr Vestmannaeyjum (Ísland)
Maðurinn sem laug aldrei (frá ýmsum löndum Afríku)
Úlfur, úlfur! (Grikkland)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Guðni Tómasson
Jörundur Orrason
Karl Pálsson
Katrín Ásmundsdóttir
Pétur Grétarsson
Ragnar Eyþórsson
Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem fram fóru í Hofi á Akureyri, 24. nóvember í fyrra.
Á efnisskrá:
*Konsert nr. 2 fyrir hljómsveit eftir Snorra Sigfús Birgisson - frumflutningur.
*Fiðlukonsert nr. 1 eftir Dmitríj Shostakovtsj.
*A Fragile Hope eftir Daníel Bjarnason.
*Boléro eftir Maurice Ravel.
Einleikari: Gréta Salóme Stefánsdóttir.
Umsjón: Arndís Björk Ásgeirsdóttir.
Stjórnandi: Daníel Bjarnason.
Ljósmynd: Hilmar Friðjónsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Þegar Valgerður Guðmundsdóttir, lektor við Lagadeild Háskólans á Akureyri, starfaði hjá Útlendingastofnun rak hún sig á það að henni fannst erfiðara að heimfæra frásagnir kvenna sem sóttu um alþjóðlega vernd upp á flóttamannshugtakið, eins og það er skilgreint í lögum, en frásagnir karla. Þetta varð kveikjan að doktorsrannsókn sem hún lauk við nýverið. Við ræðum við Valgerði um stöðu kvenkyns hælisleitenda, það hvernig lögfræðingar sem fara yfir umsóknir þeirra nálgast sannleikann og hvað sé til ráða til að uppræta skekkjur í kerfinu.
Við fáum pistil frá Stefáni Gíslasyni, umhverfisstjórnunarfræðingi - hann er með hugann við textílpokafjöll við söfnunargáma já og bara textíl almennt.
Tónlist og stef í þættinum:
PRINSPÓLÓ - Hamstra sjarma.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
UB40 - Many rivers to cross (80).
Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í dag opnaði meðferðarúrræði Píeta samtakanna á Reyðarfirði. Austurland hefur lengi kallað eftir þjónustu samtakanna, þau eiga fyrir skjól í Reykjavík, á Ísafirði, á Akureyri og á Húsavík, auk hjálparsímans sem þjónustar allt landið allan sólarhringinn árið um kring. Opnað hefur verið fyrir bókanir í viðtöl auk þess verður boðið upp á fjarviðtöl. Píeta samtökin veita auðvitað meðferð fyrir þau sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og stuðning við aðstandendur þeirra og aðstandendur sem hafa misst. Þjónustan er fyrir 18 ára og eldri og er gjaldfrjáls. Við heyrðum í Ellen Calmon, framkvæmdastýru samtakanna, og Ragnari Sigurðssyni, formanni fjölskyldunefndar Fjarðarbyggðar, þar sem þau eru stödd á Reyðarfirði við opnunina.
Streita hefur mikil áhrif á líkama okkar og nú síðustu ár hefur komið betur í ljós hvaða áhrif streita og áföll hafa á taugakerfið. EMDR meðferð er sálfræðileg aðferð sem hjálpar til við að vinna úr afleiðingum áfalla og streitu og TRE aðferðin er líkamsmiðuð nálgun sem losar spennu, streitu og verki úr líkamanum. Við töluðum í dag við Sigríði Björnsdóttur, sálfræðing, meðferðaraðila og handleiðara og Svövu B. Svanhildardóttur, en hún er vottaður TRE leiðbeinandi með sérhæfingu í líkamsmiðaðri nálgun.
Matvælaframleiðsla er einn af stærstu einstöku losnurpóstunum á gróðurhúsalofttegundum og það skiptir miklu máli hvað við veljum að borða, hvaðan það kemur, hvernig við geymum og göngum um matinn og síðast en ekki síst hvort við séum að sóa matnum okkar. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food Reykjavík hefur verið iðinn við að vekja athygli á matarsóun undanfarna áratugi og verið virk í umhverfismálum. Við töluðum við Dóru í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font og Greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Listen to the music / Doobie Brothers (Tom Johnston)
Heitt toddý / Ellen Kristjánsdóttir (R. Flanagan, texti Friðrik Erlingsson)
Í skóm af Wennerbóm / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Óskarsverðlaunin fara fram í Hollywood á sunnudaginn, aðfaranótt mánudagsins á íslenskum tíma. Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur og dagskrárgerðarkona, spáir með okkur í spilin. Verður það Timothée eða Adrien? Demi eða Mikey?
Ein af betri myndunum sem tilnefnd er til Óskarsins (að faglegu mati Lestarinnar) er Conclave en hún fjallar um dauðsfall páfa eða öllu heldur ferlið sem fer af stað þegar páfi deyr: dramatískt og háleynilegt val kardinálanna á nýjum arftaka á bakvið luktar dyr Páfakjörsalarinars undir himneskum loftmálverkum Michelangelos. Við fjöllum ekki beinlínis um páfan hér í þætti dagsins en við fáum til okkar mann sem segir okkur frá pólitík innan kaþólsku kirkjunnar en sjálfur segist hann vera ,,íhaldssamari en páfinn,’’ eins og hann orðar það. Dagur Kári Gnarr fór ungur til Þýskalands, sótti nám hjá reglu bræðralags heilags Péturs til að verða kaþólskur prestur. Hann hætti þó við þá vegferð eftir einhvern tíma. Við heyrum nánar sögu hans hér á eftir

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við ræðum röddina og það ferli sem fylgir því að telja rödd sína við Lindu Björk Markúsardóttur talmeinafræðing.
Umræðan um það hvort stofan eigi íslenskan her skítur reglulega upp kollinum. Heimsmálin hafa eflaust gert umræðuna háværari þessa dagana og pistill Bjarna Más Magnússonar, deildarforseta og prófessors við lagadeild Háskólans á Bifröst vakti mikið umtal í gær. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga kemur til okkar.
Í íþróttafréttum í gær var það sagt tímaspursmál hvenær VAR myndbandsdómgæsla verður tekin upp í fótbolta hér á landi. Töluvert hefur verið deilt um slíka dómgæslu undanfarin ár og við ætlum að ræða rökin og árangurinn við Jóhann Pál Ástvaldsson, íþróttafréttamann.
Við ræðum stöðuna í kjaramálunum við Finnbjörn A. Hermannsson, forseta ASÍ, og Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.
Nokkuð hefur verið rætt og deilt um áform nýs meirihluta í Reykjavíkurborg um að fjármagna áætlanir um nýja selalaug í Húsdýragarðinum, og hefur málið bæði verið rætt út frá kostnaði og dýravelferð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borginni, og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ræða málið.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Dúettameisatirinn Jón, Foo Fighters í höllini, Pokemondagurinn, rapparinn Bob Dylan, Ozzy og stærðarmet Bandaríkjanna.
Lagalisti þáttarins:
VÖK - Autopilot.
Jón Jónsson Tónlistarm., Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
RED HOT CHILI PEPPERS - Californication.
Nýdönsk - Raunheimar.
OMD - If you leave.
Beloved, The - Sweet harmony.
RICHARD ASHCROFT - A Song For The Lovers.
Foo Fighters - Times like these.
Foo Fighters - Learn to fly.
Yembe, Camille - Plastique.
Warwick, Dionne - Walk on by.
COLDPLAY - Clocks.
Daði Freyr Pétursson - I'm not bitter.
WOMACK & WOMACK - Teardrops.
Supersport! - Gráta smá.
Kiriyama Family - About you.
Portishead - Glory Box.
Strings, Billy - Gild the Lily.
Alicia Keys - Try Sleeping With A Broken Heart.
HJÁLMAR - Manstu.
EDDA HEIÐRÚN BACHMANN - Önnur Sjónarmið.
ROLLING STONES - Time Is On My Side.
ROXETTE - It Must Have Been Love.
Dean, Olivia - It Isn't Perfect But It Might Be.
BILLY IDOL - Eyes Without A Face.
EMMSJÉ GAUTI - Klisja.
Fontaines D.C. - Favourite.
BOB DYLAN - If Not For You.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
Regimental Band of the Coldstream Guards, The - The star-spangled banner.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Don't bring me down.
Bassi Maraj, Katla Yamagata - Brauð og vín.
VALDIMAR - Yfirgefinn.
Calvin Harris - Feels (ft. Pharrell, Katy Perry & Big Sean).
Osbourne, Ozzy - No more tears.
BEACH HOUSE - Zebra.
PEARL JAM - Jeremy.
STING - Englishman in New York.
Birnir, Margrét Rán Magnúsdóttir - Fallegur dagur.
Stranglers - Always the sun.
Nutini, Paolo - New shoes.
PAUL SIMON - Diamonds On The Soles Of Her Shoes

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Bandaríkjaforseti boðar tuttugu og fimm prósenta 25% tolla á allar innfluttar vörur frá Evrópusambandinu, það hafi verið stofnað til að rugla í Bandaríkjunum.
Talsmaður Evrópusambandsins segir náið samráð sé við samstarfsríki á borð við Ísland og Noreg, of snemmt sé að segja til um mótaðgerðir.
Hart tollastríð vekur utanríkisráðherra ugg. Hún leggur áherslu á að Ísland standi með öðrum EES-ríkjum.
Forseti Alþýðusambandsins segir sjálfsagt að skoða hvort sambandið geti farið sömu leið og kennarar í næstu samningum. Fleiri eigi útistandandi skuldir hjá viðsemjendum og mörg störf séu vanmetin
Verðbólga er fjögur komma tvö prósent og hefur ekki verið minni í fjögur ár. Skörp hækkun matvælaverðs vekur helst athygli hagfræðings, sem býst við að stýrivextir verði lækkaðir í næsta mánuði.
Ferðaþjónustubóndi fullyrðir að tillögur um að setja Hamarsvirkjun í verndarflokk byggist á rangfærslum. Virkjunin hafi ekki neikvæð áhrif á ferðaþjónustu heldur jákvæð því auðveldara verði að komast í Hamarsdal. Náttúrverndarsinnar segja að lítil umferð réttlæti ekki fórnina.
Bandaríski stórleikarinn Gene Hackman er látinn, hann var ein skærasta stjarna Hollywood á áttunda og níunda áratugnum. Eiginkona hans fannst einnig látin.
Fram og Stjarnan eru komin í bikarúrslit karla í handbolta. Undanúrslit kvenna eru í kvöld.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Matti og Lovísa stýrðu Popplandi dagsins, fjölbreytt tónlist að vanda og þessar helstu tónlistarfréttir. Sindri frá Iceland Airwaves kíkti við og sagði frá fyrstu tilkynningu, Árni Matt og Júlía Ara gerðu upp plötu vikunnar sem Katla Yamagata átti þessa vikuna, plötuna Postulín. Nýtt lag frá Bríeti og margt fleira gúmmelaði.
BJÖRK - Big Time Sensuality.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
BAKAR - Hell N Back.
Abrams, Gracie - That's So True.
GABRÍEL, OPEE & UNSTEINN MANUEL - Sólskin.
Kneecap - H.O.O.D.
VALDIMAR - Slétt og fellt.
Grace, Kenya - Strangers.
Miley Cyrus - Flowers.
STEALERS WHEEL - Stuck In The Middle With You.
Carpenter, Sabrina - Taste.
JóiPé, Katla Yamagata - Hjáleið.
Katla Yamagata - Ránfugl.
Bassi Maraj, Katla Yamagata - Brauð og vín.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
Empire of the sun - Walking On A Dream.
MICHAEL KIWANUKA - Cold Little Heart.
STEELY DAN - Do It Again.
EMILÍANA TORRINI - Big Jumps.
MODEST MOUSE - Float On.
Young, Lola - Messy.
The Smiths - Panic.
Boko Yout - Ignored.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
Teddy Swims - Guilty.
John, Elton - Who Believes In Angels?.
Womack, Bobby - Across 110th street.
SCARLET PLEASURE - What A Life (úr kvikmyndinni Druk).
Dean, Olivia, Ezra Collective - No Ones Watching Me.
SIGRID - Don't Feel Like Crying.
Royel Otis - Murder on the Dancefloor (triple j Like A Version).
Herra Hnetusmjör - Ómótstæðileg.
HAFDIS HULD - Kónguló.
Elín Hall - barnahóstasaft.
CHARLATANS - The Only One I Know.
Lumineers, The - Same Old Song.
Jón Jónsson & Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
SUPERSERIOUS - Let's consume.
Fat Dog - Peace Song.
Deadletter - More Heat!.
MORGAN WALLEN - Love Somebody.
BRÍET - Blood on my Lips.
TALLEST MAN ON EARTH - 1904.
MYRKVI - Second Thoughts.
TWO DOOR CINEMA CLUB - Something Good Can Work.
JÓHANNA GUÐRÚN - Hetjan.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður og Hafliði Ragnarsson súkkulaði sérfræðingur ræddu við okkur um Dubai súkkulaði æðið
Bjarni Þór Sigurðsson stjórnarmaður í VR kom til okkar og við ræddum við hann um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Hann skrifaði grein sem birtist í vikunni og var yfirskrift hennar : Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Við spurðum Bjarna útí þessar hugmyndir.
Við hringdum til Tenerife og ræddum við Sigvalda Kaldalóns um fasteignamarkaðinn á Spáni.
Samtök fyrirtækja í landbúnaði, Bændasamtök Íslands, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla, Beint frá býli og Samtök afurðastöðva í mjólkurframleiðslu efndu til fundar í gær. Yfirskrift fundarins var Íslensk matvæli: Einkamál fárra eða hagsmunir allra? Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri bændasamtakanna kom og sagði okkur frá því helsta sem fram kom á fundinum.
Hjónin Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar keyptu blómabúð í Grímsbæ og Siggi Gunnars fór og kíkti á þá.
Á laugardaginn verður mikið um dýrðir í KR heimilinu en þá ætla bæði karla og kvennalið KR í körfunni að spila góðgerðaleik fyrir Einstök börn, Egill Ástráðsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sagði okkur betur frá þessu.
Fréttir
Fréttir
Efling hefur sagt upp kjarasamningi rúmlega tvö þúsund félagsmanna sem starfa á hjúkrunarheimilum á grundvelli forsenduákvæðis um bætta mönnun. Formaður Eflingar segir Eflingarfólk sinna störfum fagfólks á hjúkrunarheimilum, fyrir mun lægri laun.
Aðalhagfræðingur Landsbankans segir nýjar verðbólgutölur afar jákvæðar og telur ekki útilokað að stýrivextir verði lækkaðir um fimmtíu punkta í næsta mánuði.
Álag á fangavörðum landsins er mikið vegna fáliðunar. Fangelsismálastjóri segir stöðuna vera áhyggjuefni fyrir bæði starfsfólk og fanga.
Óvissa ríkir í Vesturbyggð eftir dóm Landsréttar um að eldislax sé ekki sjávarafli.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Það vakti furðu og reiði þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti setti fram kröfu um að Úkraínumenn greiddu - eða endurgreiddu - Bandaríkjunum veitta og framtíðar hernaðar- og efnahagsaðstoð með aðgangi að auðlindum landsins að andvirði 500 milljarða dollara, jafnvirði um 70.000 milljarða króna, að öðrum kosti yrði allri aðstoð hætt. Þessi upphæð er miklum mun hærri en verðmæti þeirra úkraínsku auðlinda sem Bandaríkjastjórn gerði kröfu til í samningsdrögum sem þau sendu stjórnvöldum í Kænugarði, og Bresku blöðin Telegraph og Financial Times komust yfir.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að kaupa knatthúsið Skessuna af Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, FH. Bærinn ætlar að leggja auknar skyldur á stóru íþróttafélögin í bænum - bókhald þeirra á að vera opið og gagnsætt.
Langvarandi kjaradeilur hafa sín áhrif í stéttinni, segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það hefur oftar en ekki reynst þeim erfitt að ná samningum og jafnvel verið gripið til þess að setja lög á deilur þeirra en í vetur voru gerðir miðlægir samningar í fyrsta skipti í nærri tíu ár og andinn og líðanin er allt önnur, segir Guðbjörg.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.